Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 146
144
MÚLAÞING
hringlaga þúfnablettur, leifar gamals kirkjugarðs, sem er sagður
vera síðan fyrir Svartadauða en ég tel Jmfumar of greinilegar til
að geta verið svo gamlar. Jaðarfúfumar em hæstar og benda til
að þar hafi garðveggurinn verið. í miðju má óljóst sjá móta
fyrir kirkjugrunni. Líklega er elsti kirkjugarðurinn í Firði týndur
undir hlaup úr Beljanda, læk innan við túnið. Sá garður var fyrir
innan og ofan bæinn, lá því undir áföllum frá Beljanda og að
auki vamarlaus fyrir skriðuhlaupum úr fjallinu. Tómas Ólafsson
frá Firði mundi sagnir um að sést hefði móta fyrir þeim kirkju-
garði fram yfir miðja 19. öld og hefur hann líklega horfið í hlaupi,
sem síðar verður að vikið.
Teigar nefnist túnið neðan við gamla kirkjugarðinn og ná þeir
út undir lágan sjávarbakka skammt innan við girðinguna, sem
er nokkrum metrum innan við Leiruna. Einn teigurinn nefndist
Asknesteigur, en ábúandi Askness galt landsskuld með því að slá
hann. Innsti teigurinn heitir Forarteigur og er fyrir neðan kirkju-
garðinn. Nes heitir svo sléttlendið fyrir neðan Teigana, raklent
engi sem nú hefur verið ræst fram. Yst í því er Nesbali og Þrí-
hyma norðar. Vætan í nesinu kemur að miklu leyti frá lind undir
neðri vegg kirkjugarðsins. Oft vildu hrynja skörð í vegginn fyrir
ofan lindina og var eignað álögum Mjóafjarðarskessunnar. Sam-
kvæmt þjóðsögunni spymti hún þar í garðvegginn í bræði sinni
og sagði: „Stattu aldrei, argur,“ hljóp síðan inn í Prestagil skólaus
á öðram fæti og hefur hennar ekki orðið vart síðan. Svo bilt varð
henni við hljóm klukkna úr Fjarðarkirkju. Skórinn lá eftir og var
notaður fyrir sorptrog í búskapartíð Flermanns Jónssonar eða
fram yfir 1830 (sbr. Þjóðsögur Jóns Ámasonar). Grund heitir inn
af Nesinu inn að túngirðingu en annars nefnist sléttlendið neðan við
Nesið og Grundina einu nafni Eyrar niður að á og út að sjó. Tún-
garður með girðingu á er fyrir innan öll tún og er jaínframt til vam-
ar gegn aurhlaupum. Kirkjugarðurinn er neðan til í bæjarhólnum
en innan við er matjurtagarður og hlaðnir veggir í kring. Innan
við kálgarðinn er mjó túnskák inn að gömlum túngarði sem lá
ofan úr Hlaupi og niður að Grund. Sá garður er nú að mestu sokk-
inn undir framburð aurhlaupa úr bæjarlæknum, sem raunar var
kvísl úr Beljandanum. Þessi kvísl var nefnd Júdas vegna brigðulla