Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 149
múl aþing
147
Kot (Fjarðarkot, Fjörður II)
Ibúðarhúsið í Koti stendur enn uppi, þegar þetta er ritað (1976)
en var byggt árin 1906—1908. í pví er kjallari hæð og ris: í kjall-
ara eldhús og búr, gengið var úr eldhúsinu upp á hæðina inn í
rúmgóðan gang. Öðrum megin hans er stofa og svefnherbergi
inn úr henni, hinum megin gangsins lítið svefnherbergi og önnur
stofa. Aðalirmgangur hússins opnast einnig inn í þennan gang frá
útidyrum að sunnanverðu. Á háalofti (risi) var dálítil geymsla og
lítið herbergi undir súð. Sunnan við húsið var trjágarður og kál-
garður með hlöðnum grjótvegg utan um. Milli garðsins og húss-
ins er hellulögð stétt. Rústir gamla bæjarins eru utan við íbúðar-
húsið. Gata er frá stéttinni neðan hússins gegnum túnið og gegn-
um hlið á túngirðingunni yfir Leitið í átt til hinna býlanna. Skul-
um við nú skyggnast um frá hliðinu og hefja paðan hringferð um
túnið.
Húsið er fremur ofarlega í túninu, sem er í suðvesturhalla
Leitisins og er par afbragðs |nirrkvöllur í sólskini, enda nær síð-
degisflóðgolan sér oft varla inn yfir Leitið nema hún sé pví sterk-
ari. Túnið nær frá Stóralæk (Kotlæk) út undir Háaleiti og niður
á bakkann við ána. Vegurinn til Héraðs er nú milli bakkabrúnar-
innar og girðingarinnar. Allur neðri hluti túnsins var móar og
kringskefjur en þar er stærsta sléttan nú. Ólafur J. Ólason bylti
um þessu landi eftir að jarðýta kom í eigu búnaðarfélagsins, rækt-
aði þar fyrst kartöflur og gulrófur en sáði svo grasfræi í allt svæðið.
Túnræma er nefnist Kvíabarð er niður frá hliðinu og girðingin
er á barðinu. Framan við Kvíabarð er alldjúp laut, uppgróinn
farvegur Beljandans, sem einhvern tíma hefur runnið par fram
og niður í ána. Raunar er Leitið allt ekkert annað en skriðukeila
Beljandans og: er þessi farvegur innstur af fomum uppgrónum
rásum hans. Rétt neðan við götuna og innan við farveginn er tótt
Lambhússins. Við pað stóð Lambhúshlaðan og pótti ekki trútt
um að einhver óhreinn slæðingur kynni að vera ]uir. Grund nefnist
inn af Lambhúsinu og þar var ærhúsið, sem nefndist Grundarhús,
út og niður af íbúðarhúsinu. Grundin náði inn að trjágarðinum
og inn fyrir neðan hann. Inn og niður (suðvestur) af íbúðarhúsinu
er svonefndur Djöflareitur en par var mjög erfitt að slá og raka,