Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 150
MÚLAÞING
148'
enda eru hér gamlar vallgrónar tættur. Neðan við reitinn er þak-
slétta, sem kölluð var Hrafnaslétta. f túnhominu inn og niður við
Stóralæk og Fjarðará var Hesthús og Hesthúsþýfi í kring.
Ofan við Djjöflareitinn er kaldavermslishnd með sístreymandi
vatni jafnt í frostum sem Jmrrkum. Innan við íbúðarhúsið nefnist
Bali og á honum var (ærhús) Framhúsið en gata lá frá bænum
og ofan við það að hliði á túngirðingunni fram við Kotlækinn
(Stóralæk). Ofan við þessa götu var hjallur og Hjalltunga þar upp
af. Austur af Hjalltungu er dý, sem nefndist Rjómadý. Þar var
hafður botnlaus kassi og í honum geymdur rjómi og fleira þegar
heitt var í veðri. Vatnsleiðslan lá í bæinn frá Rjómadýinu. Utan
við dýið voru gömlu kálgarðarnir. Bæjarlækur rann inn á túnið
utan við garðana og sveigði á ská fram og niður milli hússins og
Balans og rann inn og niður í Stóralæk. Bæjarlækurinn var raunar
áveitulækur eða kvísl úr Stóralæk og hlaðið var fyrir hann eftir
að búsetu lauk í Koti. Túnskák er fyrir ofan bæ og götu út undir
hliðið og lýkur hér hringferðinni um túnið.
Jón Ólafsson frá Firði bjó í Koti frá 1901 til dauðadags 1945.
Dætur hans Anna og Sesselja fluttu pá um haustið til Neskaupstað-
ar. Þar með lauk búsetu í Koti, en Ólafur J Ólason, sem kvæntur
var Hólmfríði dóttur Jóns og bjó í Friðheimi hafði ábúð á jörðinni
til ársins 1954 er hann flutti einnig með fjölskyldu sinni til Nes-
kaupstaðar. Síðan hefur túnið verið nytjað utan úr Brekkuþorpj.
Leiti (Fjörður III)
Óskar Ólafsson frá F'irði byggði þar upp árið 1916 úr timbri
úr íbúðarskála á innri hvalstöðinni. íbúðarhúsið var skammt inn-
an við Beljandann, sem fellur niður innan við Fjarðartún. Húsið
var jámklætt á steyptum kjallara, ein hæð og ris. Á hæðinni voru
fjögur herbergi, eldhús og forstofa, sem gengið var inn í úr við-
byggðri ytri forstofu. Fjárhús vom innan og ofan við bæinn, en
auk þess átti Óskar Gvendarhúsið fyrir ofan Fjörð, og hluta
Fjarðartúns.
Óskar andaðist 1919 en ekkja hans Þórama Jónsdóttir bjó áfram
á I.citi með aðstoð Sigurðar bróður síns, sem var ráðsmaður
hennar. Fjölskyldan flutti að Hólum í Norðfjarðarhreppi vorið