Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 151
múlaþing
149
1945 og fór þá býlið í eyði. Öll hús voru rifin 1947. Benedikt
Sveinsson, Magnús Tómasson og Ólafur Jón Ólason keyptu
Leitishlutann, sem var hý af öllum túnum, engjum og haglendi í
Fjarðarlandi og skiptu á milli sín.
Dálítill túnblettur hafði ræktast upp kringum húsin á Leiti,
aðallega neðan við hau. en þessi blettur féll í órækt eftir að flutt
var úr húsinu. Aðaltúnið á Leiti var hluti af túninu í Firði og
pví innan túngirðingarinnar par. Lýsing þess er pví að sjálfsögðu
í lýsingu Fjarðar.
Óskar bjó á hálfum Firði frá 1901—1914. Þeir Fjarðarbræður,
Sveinn, Tómas, Óskar og Jón, skiptu öllum túnum, engjum, hag-
lendi og afnotum í Fjarðarlandi munnlega á milli sín árið 1914
í fjóra jafna hluta. Eftir skiptingu Leitishlutans átti pví Benedikt
Sveinsson %, Magnús Tómasson dætur Jóns í Koti % og
Ólafur J. Ólason 1/12 af öllum jarðarafnotum í Fjarðarlandi.
Friðheimur (Fjörður IV)
Inn og niður frá Firði, beint inn af miðri Leiru stóð bústaður
framkvæmdastjóra hvalveiðistöðvarinnar í Hamarsvík. Mann-
margt var og stundum að sögn góður fagnaður í framkvæmda-
stjórabústaðnum á sumrin, en J>egar haustaði hurfu Norðmenn-
imir á braut til sinna lieimastranda og húsinu var lokað vetrar-
langt. Því ríkti órofa friður og þögn í húsinu alla vetrarmánuðina,
meðan fólkið á Fjarðarbýlunum þreyði þorrann og góuna við
daglegt amstur búskaparins og bera dagbækur Benedikts Sveins-
sonar í Fjarðarkoti glöggt vitni um það. Tóku pá íbúar Fjarðar-
býla að nefna húsið Friðheim sín á milli. Nafnið festist svo við
húsið og síðar við býlið eins og nú verður að vikið. (Hús Dahls á
Dýrafirði hét einnig Friðheimur).
Tómas Ólafsson keypti bústaðinn 1914, reif húsið og endur-
byggði pað árið 1921 á sléttri grund nokkram metrum ofar en
hin fyrri bústaður stóð og hélt nafninu Friðheimur. Húsið var
byggt sem tvíbýlishús, kjallari og hæð með geymslulofti, jujú
herbergi og eldhús í hvoram enda en sameiginlegur inngangur og
jafnan tvíbýli. Þorsteinn Tómasson (Sunnlendingur að ætt og upp-
runa) byggði húsið ásamt Tómasi og átti helming j>ess, en seldi svo