Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 155
múl aþing
153
l’au voru flutt út á Tangann. Framburður lækja og hlaupa hefur
því fyllt fjörðinn upp og hækkað Leiruna. sem nú er þurr á fjöru,
þar sem bátar flutu áður inn í ós Túnfótslækjarins.
Ysti hluti Flatartúns var afgirtur og nefndist Nátthagi. Sauð-
hústótt er ævagiömul tótt inn og upp af Flatarhúsinu, en klettur
á sléttum bala út og upp af húsinu.
3. Völvuholt
Gunnar Sigfússon frá Gilsárteigshjáleigu var síðasti ábúandi á
buríðarstöðum á Eyvindarárdal. Kona hans var Anna Jónsdóttir
Einarssonar frá Fjarðarkoti. Móðir Önnu var Guðlaug Einarsdótt-
ir, hálfsystir Ólafs Guðmundssonar í Firði. Þau Anna og Gunnar
fluttu byggð sína til Mjóafjarðar árið 1904 og reistu nýbýlið
Völvuholt, sem þau nefndu reyndar Lyngholt, og áttu 10 börn.
Bærinn stóð nokkuð inni í dalnum, neðan við Hólana, á fremur
greiðfæru harðvelli og hér má geta }>css að sá áburður sem fyrst
var borinn á túnblettinn í Völvuholti var kjötgrútur frá hvalstöð-
inni. Kýrfóður mun hafa fengist af blettinum en kúgæft hey fékkst
einnig af Ytri-Þverárbala, úr Hólarákum og einnig voru slegnir
allir harðvellisbalar og lautir í Hólunum sjálfum. Túnið náði
utan frá Völvuholtslæk inn að Torfflagamýri og að ofan frá Hólun-
um niður á bakka Hólahvamms við Fjarðará. Engjar í dalnum
og á fjalli.
Gunnar mun hafa hugsað sér að nýta atvinnu, sem til féllst á
hvalstöðinni í Hamarsvík og þess vegna flutt niður í Mjóafjörð.
En þegar atvinnurekstur hætti á hvalstöðvunum, fór að sneyðast
í búi hjá þeim, jarðarafnot lítil og fjölskyldan stór. Árið 1920
fluttu j?au aftur upp í Hérað ásamt bömum sínum, en búið var
áfram á býlinu til 1925. Síðasti ábúandinn var Daníel Sveinsson,
fæddur á Minna-Mosfelli og bjó hann par með móður sinni
Envilráð Tómasdóttur er fædd var á Kárastöðum í Þingvallasveit.
Eftir að býlið fór úr ábúð var túnið nytjað til slægna frá hinum
Fjarðarbýlunum. Hlaða stóð par fram undir 1940.
4. Hólar
Það býli var innar en Völvuholt og var komið í eyði nokkru