Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 156
154
MÚLAÞING
fyrir aldamót. Það stóð fram og niður af Hólunum innan við
Torfflagamýrina, er áður var nefnd. Túnstæðið var lítið, karga-
þýft en mjög grasgefið og hailaði fremur inn til dalsins. Bæjar-
stæðið er snoturt og hefði verið mjög aðlaðandi, ef þýfið hefði
ekki spillt. Var ætíð nytjað til slægna frá Fjarðarbýlunum.
Túnstæðið náði frá Torfflagamýri inn að Hólalæk, en að ofan
frá Hólunum niður á bakkann við Brúarhvamm. Rústir fjárhús-
anna eru á barði innan við Hólalæk og par var túnblettur, einnig
nýttur síðar til slægna frá býlunum.
Ólafur J. Ólason girti túnstæðið og byggði J>ama hlöðu, meðan
hann bjó í Friðheimi.
B. S. segir í dagbókum sínum að í ársbyrjun 1894 hafi látist
Guðbjörg nokkur er eitt sinn hafði átt heima í Hólum í Mjóafirði.
Þá gekk mjög mannskæð inflúensa og lá hann sjálfur allmikið
veikur af henni nokkra daga í Eydölum í Breiðdal.
Hóla er síðast getið í sóknarmannatali Mjóafjarðarkirkju árið
1874. Þá eru þar Eiríkur Bjarnason húsmaður, Sesselja Jónsdóttir
og Rósa Eiríksdóttir bam þeirra.
Maður hét Halldór og var Þorkelsson, í daglegu tali nefndur
Halldór Hómer. Hann fæddist í Hvannstóði í Borgarfirði eystra
árið 1845 en dó á Tjamarlandi í Hjaltastaðarjúnghá árið 1894
og er grafinn á Kirkjubæ í Tungu og er viðumefni hans skráð í
kirkjubókina (mun slíkt fátítt). Er Halldór fæddist voru foreldrar
hans ógift vinnuhjú og var hann þeirra fyrsta bam. Þau giftust
skömmu síðar og fluttu pá að Hólum í Mjóafirði. Þar mun Hall-
dór hafa átt sína frumbemsku og sögn er, að um hann hafi skipt
par (sjá þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar IV. bindi). Síðar á upp-
vaxtarskeiði mun hann hafa átt heima í Fannardal í Norðfirði.
Hann fór víða um, var nokkuð þekktur fyrir andkringishátt sinn
en safnaði aldrei þessa heims auði. Ýmsir urðu til að spila með
hann en hann flutti aldrei slúður og gat auðveldlega gert oflát-
ungum skömm til, ef svo bar undir.
Tanginn (Króarártangi)
Vart verður skilist svo við að lýsa mannvirkjum og búskap í
Firði að ekki sé minnst á Króarártangann, en við hann var bundin