Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 160
158
MÚLAÞING
var að athuga hvar þetta snjóflóð átti upptök sín, kom í ljós að
2 minni snjóflóð höfðu fallið sitt hvorum megin Króardals, sam-
einast í miðjum dalnum og þeyst í einu lagi fram af brúninni
beint fyrir ofan Tangann. Því skyldi engan undra pó að kraftur
flóðsins og eyðileggingarmáttur væri mikill, enda fór hrönnin
þvert yfir fjörðinn.
Ekki var byggt upp aftur á Tanganum, en trillur voru til eftir
t'ctta bæði í Firði og Friðheimi uns búsetu lauk, og sjóleiðin ætíð
sú eina til aðdrátta, meðan byggðin hélst.
Þetta snjóflóð var mikið áfall fyrir byggðina í Fjarðarbýlunum.
Þá var ekki Viðlagasjóður kominn til að bæta tjón af völdum
slíkra náttúruhamfara.
Nokkrum árum eftir að búsetu lauk komu 2 allmikil aurhlaup
úr Tangalæknum, fylltu Tangavíkina að miklu leyti og eyðilögðu
alla aðstöðu til fyrirdráttar inni á henni. Eru par staksteinar nú og
óhreinn botn.
Engjar og heyskapur á Fjarðarbýlunum
1) Engjar í dalnum. í dalnum inn af Firði eru víða grasgefnir
engjablettir en hvergi stór samfelld engi. Mjög gott hey fékkst af
peim og var það einstaklega gott til gjafa ef pað hraktist ekki og
var vel Jmrrkað, enda finnst sérkennilega lítið af elftingum í Fjarð-
ardal. Þær spilla víða heygæðum á mýrarhöllum á Héraði. Hins
vegar er dalurinn í kví gnæfandi fjalla svo að áfall tekur seint
upp og sól sest snemma. Hafa )>urfti hraðar hendur við saman-
tekt heys á kvöldum, svo að pað næði ekki til að slagna. Helstu
engjamar í dalnum nefndust.
Ytri- og Innri-Slétta, tvær harðvellisgrundir sunnan ár. Þær
vom girtar og á pær borið seinustu áratugina sem býlin voru í
byggð og pví nýttar sem tún. Ytri-Sléttan er beint á móti Firði
og pví skammt innan við Innri-Hvítá, par sem hún fellur niður í
Hvalstöðvarkrók í Hamarsvík. Innri-Sléttan er beint á móti Frið-
heimi. Skotabalar rétt innan við Stórurð munu hafa verið slegnir
áður. Síðan eru ekki engjar sunnán ár fyrr en inni á Hrossamýrum,
sem em rétt utan við Prestagilsá. Innsti engjablettur að sunnan-
verðu er Neðri-Nátthagi skammt innan við Prestagilsána og nær