Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 161
múl aþing
159
inn að brekkurótum þeim, sem eru áframhald af Klifbrekku. Hún
er hamrasveigur, sem þvergirðir dalinn og myndar snotra dalbót,
en Fjarðaráin steypist stall af stalli niður brekkuna og myndar
sérkennilega fagra fossaröð, er nefnist Klifbrekkufossar.
Innsti slægjublettur norðan ár er á Bolaklettsmýri og Stálkinn-
um beint á móti Neðri-Nátthaganum. Þar næst er dálítil slægja
á Efri-Engihjalla og þar var einnig tekinn upp svörður. Síðan
koma Innri- og Ytri-Þverárbalar. Sérstaklega er ytri balixm gras-
gefinn valllendismór. Þá eru grasgefnar lautir í svonefndum Hól-
um sem eru fomt framhlaup eða klettaslit úr norðurfjallinu. Engja-
blettir voru í Hólabotnum. sem eru sléttir harðvellisbalar milli
framhlaupsins og hamraveggjarins í fjallinu á bak við. Þessir
blettir spilltust við aurhlaup úr fjallinu. Neðan við framhlaupið
voru eyðibýlin Hólar og Völvuholt og túnstæðin þar voru nytjuð
sem engjar. Upp af Hólabotnum eru Hólarákir. Þar var stundum
heyjað en heldur voru þær ógreiðfærar, einkum vegna bratta.
Einnig var gott engi en nokkuð votlent í nesinu fyrir neðan
Fjörð. Það hefur nú verið ræst fram.
Enn fremur eru ofurlitlir slægjublettir á Salteyri og Mýrarskógi
nokkuð fyrir utan réttina á Fjarðarströndinni.
2) Fjallengjarnar. Segja má að mestu og samfelldustu engja-
stykkin í Fjarðarlandi séu fyrir ofan Brúnir báðum megin dals og
innsta hluta fjarðarins. Brúnimar era frambrún mikilla hjalla í
450—500 m hæð í fjöllunum en miklu breiðari að norðanverðu.
Á breiðustu hjöllunum bak við Brúnirnar eru graslendi bæði vot
og þurr — valllendi næst frambrún en ofar votlendi með mýra-
stör. Héðan fékkst enn betra hey en af engjunum í dalbotninum,
því hér era elftingar alls ekki til og tegundir gróðurs eimáðari
hver á sínum stað, heldur en niðri í dalnum, þar sem hlýrra er
og meiri möguleikar til innbyrðis samkeppni tegunda.
Stuttir skálardalir eða hamrasvigður ganga frá hjöllunum inn á
milli tándanna. Fjallengjamar eru þar sem hjallamir era breiðastir
framundan svigðudölunum. Hey var aldrei flutt þaðan á sumrin,
enda ófært með heyflutninga á hestum vegna brattans. Það var
sett saman uppi og sótt á hjami á vetram. Þá var það sett í snæris-
poka, þeir látnir velta niður fjallið, síðan safnað saman og dregn-