Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 163
múlaþing
161
Heyið var dregið á hjami út á Klifbrekku, velt niður og ekið
síðan heim á sleða.
Kambajossmýri er í lítilli sveif iiman við Barnárgilið, lítill
hvolflaga blettur, fremur J>urr með hólabungum og nú nokkuð
leirrunninn. Á þessum slóðum finnst mikið af fjallagrösum. Óvist
er hvort mýrin hefur verið slegin en vallgróið tóttarbrot er pó
þarna. Magnús Tómasson frá Friðheimi telur að farna hafi
vegagerðarmenn gert sér skýli upp úr síðustu aldamótum en pá
var ruddur vegur til Héraðs, einkum vegna flutninga á hvalafurð-
um sem Héraðsmenn keyptu.
Héðan hverfum við svo út í norðurfjallið. Þar er mikill hjalli í
fjallinu og nær frá Klifbrekku út að Borgareyrará. Á honum er
mikið graslendi, aðeins rofið af lækjum og skomingum og skiptist
í svæði eins og nú skal greina: Innst er Hólaengi út og upp af
Hólagili, Hrajnadalsmýrar (Kotmýrar eða Kotengjar) milli Ytri-
Þvcrár og Beljandabotns og ná frá Brúnunum upp að Miðbrún
og Hrafnadal. Þær eru stærsta fjallengið og pað greiðfærasta
undir ljá. Þar var alltaf heyjað frá Koti. Neðan við Hrafnadals-
brún eru Hrajnadalskinnar, grösugar og greiðar undir ljá. Næst
er svo Beljandabotn, mýrlendur }>ar sem hann er lægstur og alls
staðar með mjög djúpum jarðvegi. Lækur sem nefnist Beljandi
kemur niður í hann úr fjallinu fyrir ofan og rennur neðan jarðar
nokkum spöl í botninum og fram úr honum í Beljandagilið fyrir
innan og ofan Fjörð. Botninn er djúpur og minnir á eldgíg og
miklu lægri en allar hinar fjallengjarnar. Efst í honum en frá-
skilinn fjallinu er Formaimahaugur, kletthóll gróinn og virðist
hafa slitnað frá fjallinu. Framan við botninn og til hliðanna em
allháir grónir melbakkar en Hvannstóðsfjallið bratt á bak við
og margfalt hærra.
Út af botninum er Brúnaengi og Smúbotnamýrar utan við og
liggja út að Króará. Þar er ekki samfellt engi en pó grasgefnir
blettir.
Utan við Króará eru svonefndir Slakkar efri og neðri, sérlega
grasgefin engi og báðir með miklum og gróskugum harðvellis-
gróðri með hálfdeigjublettum á milli. Þegar snærispokunum
var velt paðan komu }>eir niður í Heygil, sem er við sjó milli
L