Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 164
162
MÚL AÞING
Fuglaþrepa og Merarklifs skammt ixman við Fjarðarrétt. í Efri-
Slakkanum var síðast heyjað árið 1947 eins og áður er að vikið.
Heyið úr Slakkanum var talið kýrgæft.
Nokkru fyrir utan Slakkann er Skógaengið, allstórt, grasgefið
og skemmtilegt undir ljá. Þar skiptist á harðvellis- og mýragróður.
Skógaengið er upp af Salteyri og snærispokamir þaðan voru fluttir
á bát inn á leiru. Menn þurftu að vera á verði á Salteyrarklifinu
til að vama pvi að pokamir færu í sjóinn.
Snærispokamir voru heimagerðir, hnýttir úr úrgangsfiskilínum,
og ekki búnir til fyrr en eftir að mótorbátatíminn hófst. Síðustu
árin voru pokamir þó búnir til úr nýjum trolltvinna. Áður voru
notaðir strigapokar en þeir entust illa og vildu rifna eða springa
á leiðinni og var mönnum að vonum sárt um hvert stráið. Áður
höfðu verið notaðir togpokar. Þeir voru unnir, ofnir úr ullartog-
bandi, að sjálfsögðu ullarhvítir en með sauðsvartri rönd í miðjunni.
Nokkurs virði þætti nú ef til væri togpoki á einhverju byggða-
safninu. Og þá væri ekki síður skemmtilegt að eiga kvikmynd af
fjallheyskapnum, aðstöðunni við hann og heysóknum á fjall á
hjamfæii að vetrarlagi, þegar pokarnir ultu niður hlíðamar, síðan
heimflutningur á sleðum eða bát og flutningur heim frá sjó. Dýrt
var þá hvert stráið ekki síður en drottinsorðið forðum.
Frú Anna Katrín Jónsdóttir frá Fjarðarkoti kemst svo að orði
um fjallheyskapinn: „Það var alltaf heyjað á fjalli frá Koti á
hverju ári.. . og kastað í hey, flutt á vetmm í snærispokum, þeim
velt fram af fjallsbrúninni og oftast skiluðu þeir sér niður á jafn-
sléttu fyrirhafnarlaust ef þeir hittu ekki fyrir lækjargil með gati
ofan í lækinn — þá kom fyrir að þeir stöðvuðust þar og þá vom
þeir heldur þungir í viöfum eftir það“.
Enn skal nefna eitt stærsta og samfelldasta fjallengið í Fjarð-
arlandi, Slenjudalsmýrarnar sem um aldir munu þó hafa aðallega
verið nýttar tíl hagagöngu geldneyta. Mun Fjarðarbændum ekki
hafa veitt af að spara haglendi í Fjarðardal til að spilla ekki slægju-
blettunum þar með beit. Allt vatnasvæði Slenju tilheyrir Firði
og mun einsdæmi að jörð í fjörðum eigi land með vatnsföllum er
til Héraðs renna. Svo virðist sem eignarhald á Slenjudal hafi
fylgt Firði frá landsnámsöld, síðan Eyvindur er út kom með