Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 166
164
MÚLAÞING
Á þessari öld hefur Slenjudalur eingöngu nýst sem afrétt fyrir
Fram-EiðaJ>inghá og nú fyrir j>ann hluta Egilsstaðahrepps, er
áður tilheyrði Eiðahreppi.
Oft fengu bændur af öðrum bæjum léðar engjar til heyskapar
í Firði og var þeim J>á að sjálfsögðu vísað í fjallengjamar. Einkum
munu j>eir hafa nýtt Skógaengið en einnig aðrar engjar að norð-
anverðu. Áður er minnst á að Hans Guðmundsson nýtti fjallengj-
amar að sunnanverðu, meðan hann bjó á Asknesi. Benedikt
Sveinsson segir í dagbókum sínum að menn frá Hesteyri, Brekku-
J>orpi og af suðurbyggðinni kæmu til að heyja á fjalli og skulu
nú nefnd dæmi um j>að:
21. júlí 1902: komu 3 menn frá Hesteyri til heyskapar inn á
Kotfjall.
30. júlí s. á.: pá komu 2 frá Gunnari og 2 frá Víglundi til að
slá inni á Hrafnadalsmýrum (bjuggu á Krossi).
18. ágúst 1902: komu 2 frá Víglundi til að slá.
19. ágúst s. á.: komu 2 frá Bimi Bjamasyni til að slá.
Þessir aðkomumenn köstuðu heyjunum á fjalli og sóttu j>au á
vetmm á sama hátt og Fjarðarmenn, nema hvað J>eir urðu að
flytja heyið í bát, flytja J>að síðan sjóleiðina heim til sín og bera
aftur upp frá sjó J>egar J>angað kom. Má nærri geta hvort hver
tuggan hefur ekki verið orðin nokkuð dýr undir J>að síðasta.
Veiðar
1.) Fiskveiðar hafa verið stundaðar frá Firði frá ómunatíð með
öllum mögulegum ráðum og tækjum eins og frá öðrum jörðum
er að sjó liggja. Dagbækur Benedikts Sveinssonar frá Fjarðarkoti
(Kirkjubóli) bera glögglega vitni um J>að. hvemig veitt var stund-
um daglega á línu og færi, bæði inni í firðinum og stundum róið
út á móts við Steinsnesháls, út undir Nípu, auk margra fleiri
miða. Áður en Norðmenn hófu veiðar sínar hér við land mun svo
til eingöngu hafa verið fiskað á færi.
Til fiskveiðanna inni í firðinum á sumrin var venjulegast not-
aður sá vinnukraftur, sem að minnstu gagni kom við heyskapinn,
p. e. drengir frá J>ví j>eir komust á legg og fram yfir fermingar-
aldur. Hver bær í firðinum hafði sitt lagnarsvæði, oftast nær fram