Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 167
MÚLAÞING
165
undan bænum en einnig aðra staði. Skógabóndi lagði sínar línur
norðan til í firðinum fram undan Skóganesinu. Fjarðarmenn lögðu
að sunnanverðu frá Amarbólum inn að svonefndri Stórarð skammt
fyrir innan, þannig að línan lá að mestu fram undan Amarból-
unum. Ábúendur á Asknesi höfðu glöggvur sitt hvoram megin
eyrarinnar. Einnig var mjög oft veitt inni á Kringlu, en svo nefnist
allt svæðið innan Skolleyrar og sátu Fjarðarmenn einir að því
svæði.
Ein stórvirkasta aðferð til fæðuöflunar var ]?ó fyrirdráttur. Þá
fékkst aðallega koli en einnig mikið af smáfiski, smáufsa, lýsu
og silungi. Til gamans má geta þess að oft slæddist mikið af
marhnúti með í nótina en honum var jafnan hent, líklega vegna
þess hversu svipljótur og göddóttur hann er. Einu sinni var pó
reynt að nota hann til matar og fengust ekki allir til að smakka
hann. Þeir, sem reyndu, töldu hann góðan til matar og líkjast
hrognkelsi. f dagbókum B. S. kemur fram að stundum komu
menn utan úr Brekkuþorpi til að draga fyrir inni á Kringlu og
hafa pá trúlega greitt Fjarðarbændum landshlut eftir samkomu-
lagi.
Á haustin stunduðu Fjarðarmenn veiðar frá Rimaskála (dag-
bækur B. S.). Skálinn var utan við Merkigil, sem er á mörkum
Brekku og Rima og pav höfðu Fjarðarmenn verbúð. Samkvæmt
jarðabréfum Hermanns Jónssonar og Halldórs Pálssonar í Firði
frá 1. mars 1784 og 24. júní 1797 á Fjörður einnig vervist í Höfn
í Krosslandi, skipsstöðu og skálagjörð í Steinsnesvogi, skipsstöðu
og skálagjörð ,í Dölum en ekki mun ]>essi aðstaða til fiskveiða
hafa verið nýtt frá Firði, eftir að kom fram á síðari hluta 19. aldar.
Fiskurinn var að sjálfsögðu notaður nýr eftir pví sem hægt var
en mest af sumarfiski og haustfiski var saltað til vetrameyslu
heima og til sölu. Þá var einnig nokkuð af haustfiskinum hert en
tveir hjallar frá fyrri tíð voru heima í Firði, annar niðri við miðja
Grund en hinn fram og upp af bænum, rétt innan við bæjarlækinn.
I dagbókum B. S. kemur fram að fiskur var oft seldur í gufuskipin
sem pá gengu milli landa, en líka komu Héraðsmenn oft með
marga hesta til fiskkaupa og keyptu fisk í Firði, á Asknesi eða
úti í Brekkuþorpi. Oftast voru Héraðsmenn 2—3 saman til þess-