Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 168
166
MÚL AÞING
ara ferða. (25. ágúst 1890 fóru 5 menn með 17 hesta uppyfir —
11 áburðarhestar. Dagbækur B. S.).
f beitu var ýmislegt notað: skelfiskur, síld, smásilungur, sela-
gamir, hnísugarnir, kindagamir og lungu. (Loðna var ekki veidd
á þessum árum). í dagbók B. S. 15. nóv. 1893 segir svo: „Þá rer-
um við út hjá Krossi og fengum 150 á selagamir“.
II. ) Silungsveiði var allmikið stunduð, þegar tími gafst til og
pcg&r silungurinn gekk í ána eða upp undir árósinn. Svo til ein-
göngu var veitt í fyrirdrætti en einnig í lagnet. Yfirleitt var aldrei
veitt á stöng. f dagbók B. S. frá 11. sept. 1899 stendur að þann
dag hafi piltar dregið fyrir og fengið 140 silunga. 17. ágúst 1891
segir Benedikt: „Þá drógu drengir fyrir og fengu 280 silunga“.
Oftar og árlega minnist hann á að silungur fengist í fyrirdrætti
(13. ágúst 1904 —■ 300 silungar).
Á hvalstöðva-árunum (1900—1913) unnu þeir Óskar Ólafsson
í Firði og Ólafur Sveinsson (alþm. Ólafssonar) saman að fyrir-
drætti í ánni og í firðinum. Veiðina seldu þeir svo Norðmönnunum
á hvalstöðvunum og fengu gott verð fyrir. Ólafur sagði löngu
síðar að eitt sumarið hefði fengist jafnmikið verð fyrir silunginn,
sem peir seldu á hvalstöðina og alla dilka sem til innleggs komu
frá búinu í Firði.
Svo lengi sem búið var á Fjarðarbýlunum var silungur alltaf
talsvert búsílag.
Smásilungur er með vissu í Bræðravatni á Mjóafjarðarheiði,
en ekki var hann veiddur.
III. ) Selveiðar urðu stundum til að gefa dálítið búsílag. Allt
var nýtt af selnum, spik, skinn og kjöt og oft var sérlega heppilegt
að fá selagamir til beitu. í dagbókum B. S. kemur oft fram að
fiskur hafi veiðst á selagarnir. Hann tilgreinir líka hvenær selir
veiddust og hverjir veiddu pá. Landselur, útselur, hringanóri,
einstöku vöðuselur, kampselur og jafnvel blöðruselur veiddust.
Selimir voru aðallega skotnir á vetrum, stundum lágu j>eir pá uppi
en oftast voru þeir skotnir á sundi og vildu pá sumir peirra
tapast. Fyrir kom að selir veiddust óviljandi í net.
Einstöku sinnum voru hnísur skotnar. Kjötið og bægslin voru