Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 170
168
MÚLAÞING
dalbotninum og kúrir par við að slíta brumið um leið og hún nýtur
skjóls.
I dagbókum B. S. kemur fram að árlega var veitt eitthvað af
rjúpum til heimilis en einnig selt til Seyðisfjarðar. Gangverð á
árunum milli 1890—1900 var frá 18 upp í 30 aura stykkið.
Rjúpur voru mikið veiddar á Fjarðarbýlum allt par til búsetu
lauk.
VI. Síldveiði
Um 1880 hófu Norðmenn síldveiðar við Austfirði. Mikil síld-
argengd var pá oft í sjó par, pótt hún reyndist allbrigðul á stund-
um. Síldin gekk inn á firðina og var veidd í landnætur — sfldar-
torfur eða hlutar af peim lokað inni í lásum sem svo voru land-
fastir báðum megin. Lásarnir voru svo tæmdir með svonefndum
úrköstum, p. e. a. s. litlum nótum var kastað í stóru lásana og
úr peim háfað í báta, Þessi síld var öll söltuð til útflutnings.
Dæmi munu um að sfldin hafi pá selst á 32 krónur tunnan, sem
er geipiverð. Meainuppistaða pessarar sfldveiði var millisfld en
stórsfld fékkst pó einnig. Samkvæmt landslögum áttu peir sem
stunduðu sfldveiði með landnótum að sreiða landeigendum 4%
af óskiptum sfldveiðiafla og mun ekki hafa staðið á þeirri greiðslu,
en um hana samdist pannig að Norðmennimir keyptu landshlut-
inn og greiddu hann út — oftast með gullpeningum.
Mikið ma,sn af smásfld dvelst oft og vex upp inni á fjörðunum
eystra einkum á Seyðisfirði, Mjóafirði, Reyðarfirði og Berufirði.
Sérstaklega mun Reyðarfjörður hafa mikil skilyrði til slíks en
Mjóifjörður mun ganga næst honum um sfldargengd. Enn í dag
gengur mill'sfld os stórsfld inn á pessa firði í sfldarárum, en margir
munu pó spyrja hvenær pau komi næst.
Þessi sfldveiði Norðmanna var eitt af pví sem gaf Firði mest
gildi og skapaði pað stórbýlis- og stórjarðarorð, sem af Firði fór
frá 1880 os síðan meðan bysgð hélst þar. Ólafur Guðmundsson.
ættaður af Héraði, átti Fiörð og bjó f>ar á síðari hluta 19. aldar.
Hann lést 5. maí 1896. Kona hans var Katrín Sveinsdóttir frá
Kirkjubóli í Norðfirði (f. 27. des 1837. d. 9. okt. 1917j. Þau
áttu stofuborð, sem mun hafa verið lxlx/2 alin að flatarmáli. Eitt