Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 171
MÚLAÞING
169
haustið var einn norski útgerðarmaðurinn að gera upp landskuldir
sínar og var pá stofuborðið pakið norskum 20 króna gullpeningum
er mynduðu einfalt lag yfir alla plötuna. Þetta var þriðja árið í
röð sem þessi maður hafði aðstöðu til landnótaveiða í Fjarðar-
landi og við þetta tækifæri sagði hann: „Nú kem ég ekki aftur,
pví ég er búinn að fá nóg“. Þetta reyndist heppni hans, pví nú
var liðið síðasta góða síldveiðisumarið um árabil og næstu sumur
gáfu ekki marga gullpeninga af sér, hvorki í vasa útgerðarmanna
né á borð Fjarðarbónda.
Enn sjást grunnar síldveiðistöðvanna víða í fjörum í Fjarðar-
landi ]?ótt nokkrir peirra séu nú að mestu horfnir, einkum vegna
ágangs skriðufalla. Upphaflega munu hafa verið söltunarstöðvar
á Asknesi (Fjiörður átti Asknes) en pær hurfu undir hvalveiðistöð
Ellefsens síðar. Þá var ein innanhalt í Asknesvík, ein á Miðeyri,
þrjár á Skolleyri, ein á Búðatanga nokkru innar, ein í Hamarsvík.
har sem innri hvalstöðin reis síðar og að síðustu tvær á Borgar-
eyri milli Skóga og Fjarðar. Innri grunnurinn par er í Fjarðar-
landi. Stór grunnur söltunarstöðvar er einnig undir Brekkuhamri.
Norðmenn vildu re;sa fleiri söltunarstöðvar í Mjóafirði en fengu
ekki leyfi til ]>ess. Einn grunnurinn á Fjarðarströndinni er kallað-
Ur Roða-grunnur og er gerður úr sérlega stórum steinum.
Eftir að Norðmennimir fóru vchldu Mjófirðingar svo og fleiri
Austfirðingar síldina í net áratugum saman og bera dagbækur
Benedikts Sveinssonar greinilega vitni um pað. Þar kemur fram að
síldin lá oft í firðinum, síðan elti þorskurinn hana og át og át.
Net voru lögð frá flestum bæjum, einkum frá Brekku og Firði.
Síldin var söltuð til matar og nýtt í beitu eða gefin sem fóður-
bætir. Sauðir Fjarðarbónda gengu að miklu leyti úti á Fjarðar-
strönd eða í Mýrarskógi og stundum var beim ekkert gefið annað
en síld, fyrr en eftir að alger jarðbönn urðu á vetrum. Væri hafís
eða lagís á firðinum voru netin að sjálfsögðu tekin upp en lögð
aftur, þegar síldar varð vart. Ég set hér nokkrar tilvitnanir í
dagbækur Benedikts:
28. janúar 1886: Þá fengust 2x/2 tunna af síld (frá Brekku).
1890: Síðustu 10 dagana af mars veiddist síld daglega (frá Firði).
1890: Þá fengum við 250 fiska og 102 síldar (7. október).