Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 173
MÚLA'ÞING
171
Ólafs um árabil. Sum árin veiddist mest smásfld sem elst upp og
dvelst í lengstu fjörðunum eystra eins og áður er sagt (Seyðis-
firði, Mjóafirði, Reyðarfirði og Berufirði). Þegar smásfldinni var
beitt voru settar 2—3 á hvem öngul (nr. 7) af sumargotssfld en af
vorgotssíld var ein látin duga. Slíkur var stærðarmunurinn. Oft
virtust báðir stofnarnir vera í sömu torfunni.
Stærsta kastið var sumarið 1935 um 2000 tunnur í 80 faðma
nót og fór í bræðslu til Seyðisfjarðar.
Þessi sfldveiði þeirra í Fjarðarbýlunum stóð fram til 1954 en
]>ó vora ár á milli sem lítil eða engin veiði var. Sum árin var veitt
í bræðslu og mikið til frystingar. Stundum var dálítið saltað,
mest 200 tunnur eitt sumarið, millisfld sem veiddist í ágúst-
mánuði.
Snjóflóðið 22. febrúar 1941 eyðilágði alla útgerðaraðstöðu fyrir
Fjarðarbændum, en pó var veidd síld alloft eftir j>að. Ekki fengust
neinar bætur vegna skemmdanna af völdum snjóflóðsins. fe
í ágúst 1954 var allmikil síld inni við Leiru. Þeim Magnúsi í
Friðheimi og Benedikt Sveinssyni í Firði tókst að króa sfldar-
bnapp inni á Tangavíkinni. Þeir höfðu 6Ö faðma langa nót, sem
var 10 faðma djúp í miðju. Komið var að kvöldi j>egar kastað var
og lítill mannafli tiltækur, aðeins þcir bændumir, Sesselja Sveins-
dóttir kona Benedikts og 4 unalingar um og innan við ferming-
araldur, heimafólkið í Friðheimi og Firði. Þaraa fengust 800
tunnur sfldar.
Þar með lauk sögu síldveiðanna í Fjarðarbýlunum.
VII. Hvalveiðar í Mjóafirði
Norskir hvalveiðimenn hófu atvinnurekstur sinn á Vestfjörð-
um, Hans Ellefsen á Sólbakka í Önundarfirði og Lauritz Berg á
Dýrafirði. Eftir 1895 eru ]>eir farnir að hugsa til að færa aðstöðu
sína til Austfjarða, vegna minnkandi hvalagengdar vestra. Vitað
er hvenær þeir fara að skoða sig um |>ar, pví Benedikt Sveinsson
í Fjarðarkoti segir svo í dagbók 28. júlí 1896: „Komu Sveinn og
2 norskir hvalfangarar, sem vilja fá að byggja". Þetta var Sveinn
Ólafsson frá Firði, síðar al]>m. en hann bjó ]>á á Asknesi og hafa
hvalveiðimennimir sett sig í samband við hann til að sýna sér