Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 175
múlaþing
173
3 hvali og í gær 4 hvali — pá fóru 5 menn með 24 hesta klyfjaða“.
Á miða í dagbókinni frá þessum tíma stendur:
í maí 35 með 210 hesta.
í júní 67 með 301 hest.
í júlí 78 með 398 hesta.
f ágúst 70 með 322 hesta.
í sept. 21 með 110 hesta.
271 með 1341 hest.
Það hófust J>ví mikiir flutningar yfir Mjóafjarðarheiði og þeir
héldu áfram uns hvalveiðum var hætt rúmlega 10 árum síðar.
Fleiri dæmi má nefna. f síðustu viku júní 1905 var farið með
um 100 hvalhesta uppyfir, 12. júní 1904 komu 2 menn frá Seli,
4 úr Héraði og 3 frá Borgarfirði til að fá hval. Ferðirnar jukust
eftir að brúin kom á Lagarfljót árið 1905.
Slæmt var hversu vegurinn til Héraðs var torfær enda kvörtuðu
Héraðsmenn sáran yfir honum, einkum Mjóafjarðarmegin í heið-
inni og í Klifbrekkunni. Því var hafist handa um vegagerð og
sumarið 1904 „komu 10 vegavinnumenn er ætla að fara að bæta
veginn á Mjóafjarðarheiði". Fyrsta hálfa mánuðinn unnu þc'iv
að vegabótum niðri í dalnum, en 19. ágúst flytja J>eir tjöld sín
inn að Bamám. Hafa þeir unnið við vegagerð fram eftir haustinu
og nú varð leiðin mun greiðfærari. Enn stendur falleg hleðsla í
kanti vegarins við Leiðargil, sem er Mjóafjarðarmegin í heiðinni.
Þar með greiddist leiðin upp frá firðinum en pegar kemur á
vatnaskilin, sem eru í tæplega 580 metra hæð yfir sjó á lágum
klapparhrygg milli Slenjuvatns og Innra-Bræðravatns, er leiðin
greiðfærari alla leið til Héraðs. Eitthvað mun vegurinn hafa
verið lagaður síðar en pá var allt auðveldara um vik.
Héraðsmenn keyptu kjöt, rengi, rót, sporðhval, hvalmjöl og
einstaka sinnum tóku þeir með sér rif eða hryggjalið úr fessum
stóru skepnum. Hvalurinn var ódýr, einkum kjötið, og um þessa
mundir seldu bændur á Austurlandi fé á fæti til Englands á
miklu hærra verði svo að ekki var að undra, J>ótt mönnum fyndist
„hnífur sinn komast í feitt“ með J>ví að versla við hvalstöðvarn-
ar. í dagbókum Benedikts Sveinssonar er getið um að menn frá