Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 177
MÚLAÞING
175
hesta til Héraðs, 8. ágúst fara 7 menn uppyfir með 45 hvalhesta
og 4. sept. var komið með um 60 hesta ofan úr Héraði. Á seinustu
10 dögum í júní 1905 var farið með um 150 hesta af hval upp
yfir.
Þannig gekk J?essi atvinnurekstur og J»að sem kringum hann
skapaðist ár frá ári. Veiði hófst í mars—apríl og lauk snemma í
september. Seint í maí fóru Héraðsmenn að koma með klyfja-
hesta sína en menn frá hinum fjörðunum komu sjóleiðina. Oft
önnuðust Fjarðarmenn um að senda kunningjum norður eða suð-
ur á fjörðum hval og skulu nú nefnd dæmi um það. 27. sept.
1904 kom B. S. með 4 krónur, er eiga að fara fyrir sporðhval
handa Þ. Þórðarsyni á Fossi í Vopnafirði. 27. maí fór hann „út
í þorp með 3 kassa hval — 160 pund hvem, er Ámi á Þverhamri
átti að fá“. 27. júlí 1903 „fórum við út í þorp með 6 hvaltunnur
er eiga að fara til Breiðdals og Djúpavogs". Hér var stór atvinnu-
vegur í snertingu við heimsviðskiptin, fréttir utan úr heimi og
vissan spenning, sem verður j>ar sem menn af öðrum þjóðemum
koma og fara. f september á haustin hljóðnaði allt og aldalangur
niður lækjanna ríkti næsta missirið. Nú em þessar slóðir í eyði
og grunnar hvalstöðvanna að mestu horfnir undir aur- og grjót-
skriður einkum á innri stöðinni par sem varla sér stein yfir
steini. Á Asknesi eru enn nokkrir gmnnar sjáanlegir, p. á. m.
einn með afburða fallegri hleðslu, geysistór hverfisteinn liggur
enn framarlega á eyrinni, rétt hjá rústum smiðjunnar en pvotta-
húsið á hvalveiðistöð Ellefsens er nú íbúðarhús á Reykjum.
Fljótlega kom í ljós að ekki mundi öruggur verustaður fyrir
fólk á stöðinni í Hamarsvík. 22. febrúar 1904 brotnaði efri hæðin
á húsi Bergs inn af vatns- og krapaflóði. Því mun hann hafa byggt
sér nýtt íveruhús neðantil á Leitinu inn og niður af Firði. 24.
mars var sett brú á ána en bygging hins nýja húss hófst 26. apríl.
25. mai er lagður sími milli stöðvarinnar og nýja hússins og 28.
s. m. flytur Berg sig í hið nýja hús. (Hús Bergs á Dýrafirði nefndist
Friðheimur sem áður segir og hélt hið nýja hús nafninu. Fannst
Fjarðarmönnum }>að reyndar réttnefni á haustum og vetmm, }>ví
pá ríkti par þögniu ein. Tómas Ólafsson frá Firði og Þorsteinn
Tómasson, sunnlenskur — svili Tómasar — keyptu þetta hús,