Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 178
176
MÚLAÞING
rifu það og endurbyggðu litlu ofar árið 1921 og nefndist f>að
áfram Friðheimur (Fjörður IV) og var í því búið til hausts 1956
er öll Fjarðarbýlin fóru í eyði).
Umsvifum hvalveiðimannanna fylgdu geysilegar tekjur til handa
verkamönnum, sem voru að vísu að meiri hluta Norðmenn en pó
var ætíð allmargt íslendinga. Katrín Sveinsdóttir í Firði átti land-
ið, sem báðar hvalstöðvarnar stóðu á og hlaut pví landskuldina.
Synir hennar bjuggu pá á Fjarðarbýlunum, Sveinn, Óskar og Jón
og gerðu oft góð viðskipti við stöðvamar og unnu j?ar líka, einkum
Jón. Þeir seldu á hverju sumri mikið af búvöra á stöðvamar,
einkum pá innri, B. S. talar oft um pað í dagbókum sínum, þcgar
ýmsar búsafurðir voru seldar á stöðina. 23. febrúar 1903 segir
hann: „Þá voru 14 í vinnu hjá Berg, allir upp á 2 kr. 25 aura um
daginn“. Þá var bygging innri stöðvarinnar að hefjast.
Ekki var minnst vert um tekjur hreppsfélagsins af hval-útgerð-
inni. Dæmi: Til Mjóafjarðarhrepps 1905; það sem Ellefsen greiddi:
Tekjuskattur kr. 4.167,00
Útflutningsgjald hvalafurða — 31.814,40
Aðflutningsgjöld tollvöru — 641,50
Aukaútsvar í Mjóafirði — 2.180,00
Húsaskattur í Mjóafirði -— 184,50
Auk þess útvegaði Ellefsen efni til símalagnar frá Seyðisfirði
til Mjóafjarðar og sá um flutning á því í land árin 1906 og 1907.
Fljótlega kom að pví að snjóflóðin bratu símastaurana hér og
þar eða strax veturinn 1907—1908. Vorið eftir léði Ellefsen 10
menn til aðstoðar við að gera við línuna yfir Króardalsskarð, en
þar höfðu brotnað staurar á löngu færi. Unnu þeir heila nótt við
að bisa staurum upp fjallið og vora orðnir dasaðir, þegar verk-
inu lauk. Einn þessara manna var Magnús Gíslason er síðar
skrifaði bókina A hvalveiðastöövum og var hún gefin út af ísa-
foldarprentsmiðju 1949. Er þar mjög góð lýsing á lífi hvalveiði-
mannanna og aðbúð á stöðvunum. En mjög glögg lýsing á veið-
imum sjálfum er í bókinni Frcí yztu nesjum 1, vestfirskum sagna
þáttum, sem Gils Guðmundsson skráði og safnaði en fsafoldar-
prentsmiðja gaf út 1942. Sögu símalagnanna má einnig sjá í dag-
bókum B, S. 12. júní 1907 „vígðu þeir tclefónþráðinn Sveinn og