Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 180
178
MÚLAÞING
hann alla sína aðstöðu }>ar og flutti heim til Noregs. Hann lést í
Osló árið 1918.
Norskur maður, Kristensen að nafni, keypti Asknesstöðina,
hafði 4 hvalbáta par sumarið 1912 en veiddi aðeins 14 eða 15
hvali. Þá um haustið var atvinnurekstri hætt á Asknesi. Kristensen
kom pó vorið eftir en af dagbókum Benedikts Sveinssonar í
Fjarðarkoti virðist mega draga pá ályktun að hann hafi aðeins
komið til að sjá um f>aö sem pá var rifið af byggingum par. Ekki
nefnir Benedikt að hann hafi komið með neinn skotbát né flutn-
ingaskip, svo að hann hefur aðeins verið )>ar til að reyna að koma
eignunum í verð. Það tókst pó ekki nema að litlu leyti og víkur
nú sögunni að innri hvalstööinni og lokum starfrækslu par.
Sumarið 1912 munu hafa veiðst tæplega 10 hvalir þar: og þeir
fyrstu veiddust ekki fyrr en 22. júlí. 3. ágúst voru 5 hvahr komnir
á land og 7. ágúst fóru 2 Héraðsmenn með 11 hvalhesta, |>ann
9. fóru 4 menn með 16 hvalhesta uppyfir. 27. ágúst kom síðasti
hvalurinn pað sumar og pá birgðu Fjarðarmenn sig upp með hval-
föng til vetrarins, rót, ket og rengi. 31. ágúst segir Benedikt: „komu
4 úr Héraði, Páll og Jón og 2 frá Ketilsstöðum“. 6. og 7. september
fóru skotbátarnir með norsku starfsmennina. 23. og 24. okt. var
skipað út 265 lýsisfötum og rúmlega 200 sekkjum af gúanói og
kraftfóðri í stað nokkurra þúsunda árlega áður.
Ekki gáfust eigendur innri hvalstöðvarinnar upp við þessi áföll
og vorið 1913 kemur Olsen verkstjórinn }>ar með 2 skotbáta og
18. maí kom annar þeirra með 1 bláhval en hinn kom 29. maí með
2 andamefjur. Alls virðast þeir hafa fengið 21 hval og 3 andar-
nefjur þetta sumar. 11. ágúst kom skotbáturinn Nansen inn með
hval og virðist }>að hafa verið síðasti hvalur sem dreginn var á
land í Mjóafirði. Mjófirðingar náðu að sjálfsögðu til að birgja sig
upp með hvalafurðir og 1. júlí fór bátur Fjarðarbræðra, Gandur,
hlaðinn hvalmeti til Seyðisfjarðar. Síðustu Héraðsmennimir sem
virðast hafa sótt hval til Mjóafjarðar vom: Páll í Mýnesi, sem
kom 1. júlí með 4 hesta undir hval; Jónas Benediktsson á Hreims-
stöðum, sem kom 11. júlí og tók 500 pund af rót og 100 pund af
rengi (Hann bjó síðar lengi á Kolmúla í Fáskrúðsfjarðarhreppi)
og að síðustu Sigurður Steindórsson á Dalhúsum, sem fékk 200