Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 181
MÚLAÞING
179
pund af rót og 200 pund af rengi. Þar með lauk hvalsóknum
Héraðsmanna.
Næsta sumar (1914) fengu karlmenn á Fjarðarbýlunum oft
strangar vinnuskorpur við að rífa hús og skipa út timbri og
kolum á hvalstöðinni í Hamarsvík. 27. júlí var haldið par mikið
uppboð „og voru þar Seyðfirðingar, Mjófirðingar, Norðfirðingar,
2 úr Fljótsdal, 2 úr Fellum og 2 af Völlum en uppboðið stóð yfir
frá kl. 10 um morguninn til kl. eitt um nóttina“. Nokkrir togarar
komu og tóku kol, múrsteinn var fluttur víðsvegar í byggingar
(t. d. er íbúðarhúsið á Hesteyri hlaðið úr hvalstöðvarmúrsteinil))
einkum í grunna og útihúsaveggi. Timbrið úr hinum stóru stöðva-
húsum var selt til ýmissa staða á Austfjörðum og byggð upp úr
J?ví hús að nýju, svo sem sjóhús og bátabryggjur víða. Sem dæmi
um íbúðarhús úr hvalstöðvartimbri má nefna Friðheim, Haga,
gamla íbúðarhúsið í Skógum, hús Péturs norska á Kolableiks-
eyri og áður hefur verið minnst á núverandi íbúðarhús á Reykj-
um. Einnig voru nokkrar byggingar reistar úr norsku síldarmanna-
húsunum, t. d. er húsið Bár á Norðfirði byggt úr Roðgahúsinu
svonefnda er stóð á stórum grunni milli Skolleyrar og Búðatanga
á suðurströnd fjarðarins.
Á heimsstyrjaldarárunum fyrri urðu stöðvamar timbumáma
Austfjarða.
Um leið urðu pær kola- og eldiviðamáma Mjófirðinga á ptim
hömlutímum aðflutninga. Einkum nutu Fjarðarmenn góðs af
stöðvunum enda voru pær báðar í Fjarðarlandi. Enn munu jafn-
vel vera til í girðingum í Firði staurar komnir af hvalstöðvunum,
en allur nýtanlegur efniviður er löngu fluttur þaðan. Skriður hafa
falhð yfir innri hvalstöðina svo að par sér ekki lengur móta fyrir
veggjabrotum.
Að síðustu skal gera grein fyrir ))ví hvemig íslendingar nýttu
hvalafurðimar frá stöðvunum. Mjölið var notað til skepnufóðurs,
rengi, sporðhvalur og rót voru soðin, síðan látin í sýra og etin,
kjötið var mest etið saltað en kæmust menn með pað nærri nýtt
heim til sín, var pab stundum steikt. Sumir tóku með sér bein úr
1) Það brann eftir að þetta var ritað.