Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 184
182
MÚLAÞING
klofið, tekið saman og flutt heim. Fjörður átti rekaítök á Kirkju-
sandi undir Skálanesbjargi, í Hallanda norðan við Dalatanga og
rekahlut í Krosslandi en lítt munu j?au ítök hafa verið nýtt eftir
að fram á 20. öld kom. Hins vegar segir B. S. frá J>ví að hirtur
var og nýttur allur reki er til féll inni í fjarðarbotninum. T. d. rak
allmikið á Leiruna og Asknesi í janúar 1900. Viður var rifinn
árlega, mest inni í dal en einnig úti í Mýrarskógi og í brekkunum
fyrir utan og ofan Fjörð. Viðurinn var bundinn í bagga og fluttur
heim á hestum. B. S. segir einnig í dagbókum sínum að lyng
hafi verið rifið inni í dal. Hann segir ekki hvað f>að var notað
en líklega hefur verið reykt við )>að.
Svörður var tekinn upp árlega fram til 1945, er flutt var frá
Koti. Benedikt Sveinsson greinir árlega frá upptöku svarðar og
heimflutningi. Helsta svarðartekjan var í Torfflagamýri fyrir
neðan Hólana, milli túnstæðanna í Hólum og Völvuholti, í hvammi
fyrir neðan túnstæðið í Völvuholti og síðustu árin var tekinn
upp svörður inni á Engihjalla. Svörðurinn taldist allgóður (kvista-
svörður) og var }>ví meira af kvistum sem neðar dró. Dýpst mæld-
ist svörðurinn 12 stungur í Torfflagamýri en hann var |>ó mjög
mis]>ykkur J>ar og ekki mun hafa verið hægt að ná J>ar meiru
um 1940.
Kol, koks og úrgangstimbur frá hvalstöðvunum var aðalelds-
neyti Mjófirðinga á fyrri stríðsárunum og munu menn hafa fengið
J>að fyrir mjög lítið gjald eða alls ekkert en að sjálfsögðu var all-
mikil fyrirhöfn að ná í J>etta. Haugar af spikj>jósum lágu við
stöðvamar og voru eitthvað nýttar í eld en einnig til áburðar.
Þykk lög af tjörupappa voru á J>ökum húsanna og vom brotin
í eld eftir að húsin voru rifin.
Eldavél var komin í Firði fyrir aldamót og gerði mögulegt að
nýta lýsi og fitu til eldiviðar en J>að var ekki auðvelt áður vegna
reykjarstybbunnar, meðan eldað var í hlóðum.
f dagbókum B. S. kemur fram að kol voru notuð til eldiviðar
bæði í Firði og Koti frá J>ví fyrir aldamót. Þau voru pöntuð með
gufuskipunum sem J>á voru stöðugt að koma til Mjóafjarðar,
bæði vegna J>ess að J>au fluttu vörur fyrir verslun Konráðs Hjálm-
arssonar í BrekkuJ>orpinu og svo voru J>au líka í strandferðum,