Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 186
184
MÚLAÞING
nú nánar vikið að kaupstaðarferðum Fjarðarmanna síðustu öldina
sem byggð hélst par.
Til Eskifjarðar var að jafnaði farið tvisvar á ári, haust og vor.
Á fyrri hluta búskapartíma síns í Firði átti Ólafur Guðmundsson
allstóran árabát, er nefndist Blíðfari og var hann jafnan notaður
til hessara ferða. Mjög reyndi á að vera skyggn á veðurútlit, þegar
í ferðimar var ráðist og má vera að báturinn hafi dregið nafn
sitt af veðrinu sem valið var til Eskifjarðarferðanna, Siglt var eða
róið fyrir Norðfjarðarhom og Gerpi. Einkum munu vorferðirnar
hafa verið famar sjóleiðis til að ná í komvöru eftir veturinn, enda
mun landleiðin alloft ekki hafa verið orðin fær með hesta, þegar
skerðast fór um kom í búri. Þá var komið líka flutt ómalað en
vatnsknúin kommylla var fram og niðri á Grundarbakkanum í
Firði. Varð pví að ná sem mestu komi á vorin til að láta mylluna
mala |>að um sumartímann. Haustferðirnar voru oft famar á hest-
um en æði löng og torsótt var sú leið. Fyrst var farið inn Fjarðar-
dal, síðan upp á Mjóafjarðarheiði, niður Slenjudal allan niður í
Eyvindarárdal, þaðan inn í Tungudal, upp á Eskifjarðarheiði og
út Eskifjarðardal til Eskifjarðar, — og að sjálfsögðu sömu leið
til baka. Þóttu kaupstaðarferðimar æði erfiðar og tafsamar hvort
sem farin var sjóleiðin eða landleiðin. Urðu Mjófirðingar og fleiri
fegnir hegar verslun hófst á Seyðisfirði og síðar á Mjóafirði og
verður frá pví greint síðar í þessum kafla.
Oft skmppu menn pó gangandi til Eskifjarðar og bera dagbækur
B. S. vitni um það. Vart var pó leggjandi í slíkar ferðir, nema
útlit væri fyrir vestlæga átt og bjartviðri. Þá ]>ótti sjálfsagt að
stytta sér leið með ]>ví að jara Jökul. Sú leið er hriðjungi styttri en
pó miklu hættulegri og villugjarnari. Jökullinn er par sem nú
er ætíð nefnt Fönn í um |>að bil 1050 m hæð í fjallakransinum par
sem mætast Slenjufjall að vestan, fjallgarðurinn milli Eskifjarðar
og Reyðarfjarðar að sunnan en Norðfjarðar að norðan gengur til
suðausturs frá Fönn en til austurs gengur fjallgarðurinn milli
Norðfjarðar að sunnan en Mjóafjarðar að norðan. Öll )>essi fjöll
eru með gífurleeum hamraflugum efst og mjöe er ]>okusamt á
Fönn. Aðalhættan var pvi sú að lenda skyndilega í ]>oku eða
dimmviðri, hitta ]>á ekki hinar fáu færu leiðir niður og ganga