Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 188
186
MÚLAÞING
til Norðfjarðar. Ennfremur skiptu þeir stundum við verslun Sig-
fúsar Sveinssonar á Norðfirði, enda var á tíðum keppni milli
|>essara verslana um að bjóða sem best kjör.
Á 19. öld var oft verslað í „spekúlantaskipunum“ og var slíkt
að sjálfsögðu skemmtileg tilbreyting í amstri daganna. Eftir að
Norðmenn hófu síldveiðar eystra var oft verslað við pá enda hægt
um vik f>ví Ólafur Guðmundsson í Firði fékk stórfé í grunnleigu
frá sfldveiðistöðvunum. (Hvalveiðimenn byggðu tvær stöðvar í
Fjarðarlandi eftir aldamótin). Af þeim var keypt mikið af timbri,
kolum og hvalafurðum en þeir fengu búsafurðir og stundum
silung í staðinn.
Á árunum milli 1880 og 1890 var fé rekið til Seyðisfjarðar og
sett í fjártökuskip, er fiuttu pað lifandi til Englands og var því
slátrað par. Eftir pað var fénu slátrað á Seyðisfirði og afurðimar
seldar til einstaklinga f>ar og í verslanir, flangað til farið var að
slátra pví á Mjóafirði.
Mjög oft var farið gangandi yfir fjallið til Seyðisfjarðar, stund-
um vikulega, Oftast var farið Króardalsskarð en fyrir kom að
Gagnheiði var farin á summm og pá vora hestar með í fömm.
Oftast fóru tveir eða fleiri saman í vetrar-ferðum. Höfðu ]>á með
sér egg, rjúpur og smjör til að selja. Farið var snemma að morgni,
ef veðurútlit var skaplegt og færð góð, komið um hádegi til
Seyðisfjarðar, viðskiptin gerð síðdegis og haldið heim um kvöldið.
Fyrir kom að snúa varð við í bakaleiðinni eða vera nætursakir af
öðmm ástæðum og var pá jafnan gist í Fjarðarseh. Á sumrin fór
stundum margt fólk í einu til Seyðisfjarðar en |>á voru petta
skemmtiferðir jafnframt pví sem verslað var.
Fjarðarbræður keyptu bátinn Gand árið 1909 og var hann not-
aður til afurðaflutninganna til Seyðisfjarðar og til aðdrátta en
aðaltilgangurinn var að gera hann út á fiskveiðar og nota hann
til flutninga á hvalafurðum til Seyðisfjarðar. Oft fengu sveitung-
ar utar úr Mjóafirði að fljóta með og var |>ví stundum mannmargt
um borð, jafnvel allt að 20 manns. Árið 1940 var báturinn seldur
til Norðfjarðar. Skömmu síðar hófust vikulegar áætlunarferðir til
Norðfjarðar. Síðan bundust aðdrættir að miklu leyti við p<tr
ferðir og viðskipti við Kaupfélagið Fram. Það tók við öllum bús-