Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 189
MÚLAÞING
187
afurðum og hafði sláturhús á Brekku eins og áður er sagt.
Skömmu eftir aldamótin hóf Sveinn Ólafsson dálítinn versl-
unarrekstur í Firði. Hafði pakkhús og bryggju á Tanganum en
búð heima í Firði. Einkum mun hann hafa selt nokkuð til Norð-
mannanna á sumrin meðan þeir voru með umsvif sín á innri
hvalstöðinni. Einnig var nokkur sala til íbúa hinna býlanna og
til fólks utar úr firðinum. Benedikt Sveinsson í Koti getur pcss
oft í dagbókum sínum að vörur væru sóttar til Sveins og að hann
tæki við ýmsum afurðum, svo sem ull og gærum frá búum bræðra
sinna. Einnig tók hann við fiski eftir að ]?eir bræður stofnuðu
útgerðina og voru vörur þcirra fluttar með bátnum til Seyðisfjarð-
ar. En Sveinn fékk margar nauðsynjar og ýmsan smávaming með
Eimskipunum og komu ]>au með þessar vörur alla leið inn í
fjarðarbotn. Þetta voru kornvörur, sykur, kaffi, álnavara o. fl.
sem skipin komu með frá útlöndum og skipuðu upp á Aust-
fjarðahöfnum.
Trillubátar voru til bæði í Friðheimi og Firði eftir að Gandur-
inn var seldur og ]>angað til búsetu lauk. Stundum var farið á
]>eim til Norðfjarðar ýmissa erinda eða út í Brekkuþorp og síðast
en ekki síst var farið á peim til að fá í soðið þegar tími var til frá
öðrum bústörfum. Oft var góð búbót að þeirri soðningu, sem
barst á land auk svartfugla og sela, }>egar heppnin var með. Trillur
voru líka til á flestum heimilum í Mjóafirði, enda eina samgöngu-
tækið langtímum saman yfir veturinn, auk ]>ess sem lífsafkoma
margra heimila |>ar var undir ]>ví komin að mönnum tækist að
fiska á ]>ær. Gegndu ]>ær ]>ví sama hlutverki og bílar á flestum
sveitaheimilum nú. Á nokkrum heimilum í Mjóafirði voru litlar
landsnytjar (grasbýli) og ]>ar var afkoma heimilanna undir ]>ví
komin að vel tækist til með sjávarafla.
Búseta hinnar svonefndu Fjarðarættar í Firði
Það má teljast upphafið að veru ]>eirrar ættar, sem síðast bjó
í Firði og sem stundum hefur verið nefnd Fjarðarætt að árið 1835
flytur Anna Jónsdóttir frá Urriðavatni að Fjarðarkoti og gerist
bústýra þar. Henni fylgdi sonur hennar Ólafur, 6 ára gamall, f.
20. sept. 1829. Árið 1836 flyst í Fjarðarkot Guðmundur Guð-