Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 192
190
MÚLAÞING
Kvæntist Þorgerði Einarsdóttur, sem var mikið til uppalin í
Firði. Dætur J>eirra voru:
Anna Katrín Ólafía, sem bjó í Friðheimi frá 1924 til 1933 er
hún flutti til Homafjarðar ásamt fyrri manni sínum Hermanni
Jónssyni. Eftir lát Hermanns flutti hún í Kot og dvaldist hjá
föður sínum meðan hann lifði. Býr nú á Norðfirði og er
seinni maður hennar Sveinn Magnússon.
Hólmfríður, giftist Ólafi J. Ólasyni og bjuggu pau í Frið-
heimi frá 1933 til 1954 er þau fluttu til Norðfjarðar.
Sesselja, giftist ekki, fluttist til Norðfjarðar eftir lát föður síns.
7. Óskar (150272— 181219), bjó fyrst í Firði en byggði svo
upp á Leiti og bjó )>ar til dauðadags. Fyrri kona hans var
Sesselja Jónsdóttir frá Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, en seinni
kona Þórama Sesselja Jónsdóttir, einnig frá Úlfsstöðum og
áttu pau J?rjú böm:
Dagmar, giftist Karli Marteinssyni í Skálateigi í Norðfirði.
Axel, kvæntist ekki, lést tæplega fimmtugur, var fyrirvinna
móður sinnar,
Óskar, dó um tvítugt.
Þórama, ekkja Óskars bjó áfram á Leiti eftir dauða hans og
var Sigurður Jónsson, bróðir hennar, ráðsmaður hjá systur sinni
uns Axel tók við búsforræði. Árið 1945 fluttu pau frá Leiti að
Hólum í Norðfjarðarhreppi en síðar að Skálateigi.
8. Tómas (060973 — 011060), stundaði mikið sjó og var einn af
fyrstu nemendum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Kvæntist
Guðríði Magnúsdóttur frá Ánanaustum í Reykjavík. Þar
bjuggu pau fyrst en 1914 fluttu pau búferlum til Mjóafjarðar
og byggðu nýtt hús úr framkvæmdastjórabústað innri hval-
stöðvarinnar (sjá Friðheim). Tómas var margar vertíðir með
bátinn Gand (á vertíð) á Hornafirði. Tvo syni áttu þau
Guðríður:
Magnús, er kvæntist Karenu B. Óladóttur og bjuggu pau í
Friðheimi frá 1930 til 1956, er pau fluttu til Reykjavíkur.
Ólafur Ríruir, dó um tvítugt.
9. Óli (210876 220241), bjó fyrst á Borgarfirði eystra en síðar
í Haga í Mjóafirði. Var síðustu 14 ár ævinnar í Friðheimi og