Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 193
múlaþing
191
fórst í snjóflóðinu á Fjarðartanga 22. febrúar 1941. Kona
hans var Elín Jónatansdóttir frá Borgarfirði eystra og áttu
þau 3 böm:
Ólafur Jón, kvæntist Hólmfríði Jónsdóttur frá Koti (sjá nr. 6).
Karen Björg, giftist Magnúsi Tómassyni (sjá nr. 8).
Einar, kvæntist Sigríði Kristjánsdóttur frá Sandhúsi í Mjóa-
firði. Bjuggu fyrst á Seyðisfirði en fluttu síðar til Reykjavíkur.
10. Jóhanna dó fjögra ára 1881.
Afkomendur Sveins, Jóns, Tómasar. Óskars og Óla bjuggu pví á
Fjarðarbýlunum uns búsetu lauk þar og vísa ég hér með til annarra
kafla í þessari grein, svo og til ritsins Sveitir og jarðir í Múlaþingi,
2. bindi. Ættin var pví í Firði og á hinum býlunum par frá 1835
til 1956 eða 121 ár.
Heimildir, sem kaflar þessir eru unnir upp úr
1) Að beiðni Ármanns Halldórssonar gerði ég samantekt um Fjarðar-
býlin í Mjóafirði o,g birtist hún efnislega í 2. bindi ritverksins Sveitir og
jarðir í Múlaþingi, útg. af Búnaðarsambandi Austurlands.
2) Dagbækur Benedikts Sveinssonar í Fjarðarkoti í Mjóafirði. Hann
var fæddur á Kirkjubóli í Norðfirði 15. júlí 1849 og dó í Fjarðarkoti 25.
september 1928. Hálfsystir hans og samfeðra var Katrín Sveinsdóttir
kona Ólafs Guðmundssonar í Firði og voru pau hjón foreldrar Fjarðar-
bræðra. Benedikt flutti til Mjóafjarðar 17 ára gamall og dvaldi par alla
®vi eftir pað a:ðí undanskildu einu ári. Lengst var hann í Koti hjá Jóni
systursyni sínum eða 26 síðustu árin sem hann lifði. Dagbækur hans sem
varðveittar eru í handritadeild Landsbókasafns fslands ná yfir árin
1880 til 1927.
3) Magnús Tómasson frá Friðheimi hefur veitt mér margháttaðar upp-
lýsingar um fólk, staðhætti, búskap og öflun sjávarafurða frá pví um
1910 uns búsetu lauk á Fjarðarbýlum haustið 1956.
4) Ýmsir fleiri hafa veitt mér upplýsingar og hvatningu til að halda
áfram verkinu og kann ég peim öllum bestu pakkir.
5) Konan mín, Guðríður Magnúsdóttir frá Fri Jheimi, hefur lesið frum-
árög allra kaflanna yfir og bent mér á fjölmargt, sem betur mátti fara.
Vilji fróðleiksfús lesandi kynna sér fleira um staðhætti og mannlífs-
sögu Mjóafjarðar, pá er nokkurt lesefni til. Skal hér fátt eitt nefnt og
Þó pað sem gloggstar upplýsingar veitir:
a) Kirkjubækur Mjóafjarðarkirkju varðveittar í Þjóðskjalasafni.
b) Árbók Ferðafélags lslands 1957, Austfirðir norðan Gerpis — kaflinn
um Mjóafjörð eftir Vilhjálm Hjálmarsson.