Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 194
192
MÚLAÞING
c) Árbók Ferðafélags Islands 1974 —- Austfjarðafjöll — eftir Hjörleif
Guttormsson.
d) Sveitir og jarðir í Múlaþingi 2. bindi, kaflinn um Mjóafjörð.
e) Örnefnaskrá Fjarðarlands í Mjóafirði, tekin saman af Vilhjálmi Hjálm-
arssyni og fleirum.
f) Á hvalveiðistöðvum eftir Magnús Gíslason.
g) Frá ystu nesjum eftir Gils Guðmundsson, kaflinn um Hans Ellefsen
og hvalveiðamar.
Stefán Aðalsteinsson:
(
Leitað bæjarrústa við
Hitahnúk ú Jökuldal
Sumarið 1901 fannst konukuml úr heiðnum sið á Efra-Jökul-
dal í landi Vaðbrekku. Kumlið er á bakka Xökulsár austanverðrar
á smáhól undir brekku sunnan við lækjargil, sem á upptök sín
í svokölluðu Hitahnúksdragi norðan við Hitahnúk, sem ber við
himin nokkru sunnan við dragið í austurhlíð dalsins.
Daniel Bruun rannsakaði kuml þctta skömmu eftir að }>að
fannst og fundust m. a. í pví vefnaðarleifar. Síðaritímarannsókn
á vefnaðarleifum fessurn gefa til kynna, að jtær séu úr sams konar
efni og fundist hefur í kumli í Snæhvammi í Breiðdal. Vefnaðurinn
úr Snæhvammskumlinu hefur verið rannsakaður gaumgæfilega,
og við pá rannsókn kom í ljós, að cfnisj'ráðurinn virtist vera
ofinn úr mjög fínni geitarull. Vefnaðarmunstrið og geitarullin
bentu hvortveggja til þess, að dúkurinn úr Snæhvammskumlinu
hefði komið frá Litlu-Asíu, en Jnir var þessi vefnaðargerð algeng,
og p'dr voru til ullargeitur og eru enn.
Dúkurinn úr Hitahnúkskumlinu (sem í ritgerð Daníels Bruun
er kennt við Reykjasel, sennilega af misgáningi), virðist því líka
geta verið kominn frá Litlu-Asíu.
En hvemig stendur á því, að dúkur, sem virðist svo langt að