Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 195
múlaþing
193
kominn, finnst. í kumli konu, sem jarðsett hefur verið í heiðnum
sið ofan við alla þekkta byggð á Jökuldal?
Svo er ritstjóra MúlaJ>ings, Sigurði Ó. Pálssyni, fyrir að J>akka,
að nú er nokkru meira vitað um kuml J>etta en áður.
Ábúendur Vaðbrekku frá J>ví 1922 vissu ekkert um J>að, hvar
kuml J>etta hafði fundist, og var talið líklegt, að Jökulsá hefði
grafið undan J>ví og J>að horfið með öllu í ána. En Sigurður Ó.
Pálsson J>ýddi ritgerð Daníels Bruun um kumlfundmn og birti
hana í MúlaJ>ingi ásamt teikningum af landslagi, sem Bruun hafði
gert af Jökuldalnum til suðurs og norðurs af fundarstaðnum. Með
J>ví að ganga inn með ánni og bera J>essar teikmngar saman við
landslagið í dalnum, tókst okkur bræðrum, Aðalsteini Aðalsteins-
syni á Vaðbrekku og mér, að finna kumlið aftur. Auk J>ess fund-
um við ofanjarðar á kumlsvæðinu tvær glerperlur, sem voru
greinilega viðbót við perlur, sem Daniel Bruun fann og varðveitt-
ar eru í Þjóðminjasafninu. Perlufundur okkar staðfesti ótvírætt,
að við fundum rétta kumlið í ferð okkar á svæðið sumarið 1975.
í þessari sömu ferð fundum við einnig leifar af kumli, sem
blásið hafði upp á mel utan við lækjargilið, sem kemur úr áður-
nefndu Hitahnúksdragi. Það kuml hafði Hallgrímur Friðriksson
fundið og sent úr J>ví muni á Þjóðminjasafnið árið 1918, en hann
bjó á Vaðbrekku pá og fluttist J>aðan vorið 1922.
Á melnum }>ar sem seinna kumlið hafði fundist, er landið
blásið ofan í grjót neðst, en allhátt rofabarð nokkru ofan við
kumlstæðið, sem Hallgrímur fann.
f }>essu rofabarði sást aðflutt grjót sumarið 1975, og gefur J>að
vísbendingu um, að par sé nýtt kuml að koma í ljós.
Grein um endurfund J>essara kumla og grjótið, sem er að koma
fram úr rofabarðinu, birtist í Múlajúngi 1976.
Dr. Kristján Eldjám, forseti og fyrrverandi J>jóðminjavörður,
hafði samband við mig út af J>essari grein og spurðist nánar fyrir
um staðinn. Taldi hann líklegt, að á }>essu svæði væri um kumla-
tóg að ræða, og benti J>að eindregið til ]>ess, að bær hefði staðið
> nánd við kumlin í heiðnum sið.
Með J>essa ábendingu og eigið hugmyndaflug að veganesti fór
ég vestur að Hitahnúk mánudaginn 19. júlí, 1976 til að svipast