Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 197
múl aþing
195
ofan við það, en Heklulagið frá 1104 ekki.
í þriðju liolunni, neðan við rústasvæðið, fundust lögin frá
Heklu og úr Öræfajökli ekki heldur.
í barði í sunnanverðum Hitalindargrafningnum fundust öll
ofannefnd öskulög greinilega.
Ályktanimar af könnuninni á þessum rústum norðan við Hita-
lindina verða í hæsta máta getgátukenndar, meðan ekki er meira
við að styðjast en hér er lýst.
Sú skýring er pó nærtæk, að á pcssu svæði hafi verið búið frá
landnámsöld og fram yfir 1362, en byggð verið lögð af um 1477.
Um bæjarstæðið sjálft, heiti bæjarins og ábúendur í heiðnum
sið er hægt að láta sér detta í hug svo áleitna tilgátu, að ég get
ekki á mér setið að setja hana fram hér.
Tilgátan er sú, að hér hafi staðið Laugarhús pau, sem getið er
í Hrafnkels sögu Freysgoða og hafi }>au dregið nafn af volgu
lindinni (lauginni).
I Hrafnkels sögu segir: „Bjami bjó at Laugarhúsum. Þat er
við Hrafnkelsdal“. Samkvæmt )>essu er beinlínis sagt á ]>eim
tíma, }>egar Hrafnkelssaga er rituð, að Laugarhús hafi ekki verið
í Hrafnkelsdal, heldur við hann. Hitalindm er sú laug, sem er
næst Hrafnkelsdal, og hún er við hann, }>ví að einn háls er á milii
Jökuldals og Hrafnkelsdals á þessu svæði.
Eyvindur austmaður, sonur Bjama á Laugarhúsum, var að
koma frá Miklagarði og var á leið til Hrafnkelsdals, þegar Hrafn-
kell Freysgoði drap hann og fylgdarlið hans við Eyvindarfjöll á
Fljótsdalsheiði.
Eyvindur flutti með sér vaming á 16 hestum yfir heiðina, og
Sámur, bróðir Eyvindar, fékk að hafa þann vaming með sér,
Þegar Hrafnkell hrakti hann af Aðalbóli eftir víg Eyvindar.
Eigum við að geta okkur ]>ess til, að Sámur hafi látið hluta af
góssi Eyvindar ganga til Bjarna föður síns á Laugarhúsum og í
l’ví góssi hafi verið dúkurinn, sem varðveittist á bökkum Jökuls-
ár fram á 20 öld?