Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 199
MÚL AÞING
197
ingar hafa ]>agað ]>unnu hljóði. Dráp Þorgils skarða hefur verið
notað Þorvarði óspart til ámælis. Þorgils er einn mesti konungs-
þræll, sem ísland hefur alið og hafði ekkert til síns ágætis annað
en ]>að sem kallað er hreysti, sem var ]>ó að mestu ]>rjóska. Nú
til dags mundi hann verða sálfræðingum mikill happagripur.
Þorvarður sveik hann í engu, heldur sat Þorgils yfir sæmd hans,
]>ví Þorvarður átti samkvæmt landslögum rétt á Eyjafirði. Einnig
var Þorgils búinn að gera aðför að Þorvarði, sem engum dylst að
átti að kosta hann lífið, en heppnin sveik Þorgils, ]>ví Þorvarður
var ekki heima.
Fjölmargir austfirðingar, sem ég hefi talað við, virðast ekki
hafa gefið hlutverki Þorvarðar í sögu íslands ]>ann gaum sem
vera ber. Kannski er ]>að vegna }>css að hann hafi verið friðsæll
höfðingi í sínu umdæmi og ekki staðið í kúgun og manndrápum,
en slíkt geymir sagan best.
Austfirðinga vegna er ]>að kuldalegt, að ]>að skyldi verða utan-
héraðsmaður sem hreinsaði blekkingar og lygavefinn af nafni
Þorvarðar Þórarinssonat', og austfirðingar ættu ]>ví að verða lang-
minnugir á nafn dr. Bjiöms Þórðarsonar.
För Þorvarðar til hefnda eftir bróður sinn á vart sinn líka í
sögunni, bæði hvað snertir ráðsnilld og hetjudáð. Hann einn
tryggði sigurinn á Þveráreyrum með sínum austfirðingum. Sturla
og Þorgils koma úr bardaganum líkt og ]>eir hefði setið hóf á
Hótel Sögu. Munið höfðingsskapinn er sæst var á víg Þorgeirs.
Minnist ]>ess er hann að síðustu hélt mótstöðumiönnum sínum
••fagra veislu“ og hverfur síðan inn í mistur sögunnar. Hann hafði
lofað konungi að reyna að halda uppi friði í landinu, en slíkt var
enginn leikur par sem ofsamaðurinn Ámi biskup var annars veg-
ar og hafði oft bæði kirkjuvöldin og konung sín megin. Þorvarður
niun pví hafa dregjð sig í hlé til að geta haldið loforð sín. Áður
var hann pó búinn að vinna stóran sigur í kirkjumálunum bænd-
um í hag.
Þama hverfur okkur maðurinn, sem lengst stóð vörð um sjálf-
stæði okkar og gaf okkur að lokum ]>á formúlu sem sjálfstæði
okkar var að lokum endurheimt á, sjá bls. 165 í ritinu „Síðasti