Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 201
MÚLAÞING
199
Úr eldri ritum II.
Páll Magnússon:
Forvitnileg örnefni
Eftirfarandi greinar Páls Magnússonar hafa áður birst í Morgunblað-
inu, hin fyrri (I) 16. febrúar 1975 og hin síðari (II) 13. apríl 1976. í
blaðinu er sama fyrirsögn á báðum greinunum, Forvitnileg örnefni, en
hér eru þær aðrreindar með rómverskum tölum, I og II. (— Á. H.).
I
Eftir að ég hlustaði á hin frábæru útvarpserindi séra Ágústs
Sigurðssonar á Mælifelli og par á meðal hið kærkomna erindi
hans um Vallanes, datt mér í hug að greina frá athugunum mín-
um varðandi uppruna örnefnis Pálshúshólsins í túninu í Valla-
nesi og fjárhúss utan við hólinn, sem ávallt var kallað Pálshús.
Hóllinn er í norður frá staðnum, um 500 metra langur og var í
bernsku minni aðalieikvöllur okkar barnanna í Vallanesi og
fermingarbarna sóknarinnar, er pau gengu á vorin til spurninga
hjá föður mínum. Hinn leikvöllurinn var Eldhúshóllinn, sem
gamli torfbærinn stóð undir, og var hann okkur enn kærari, enda
var fegurst útsýni af honum í allar áttir. Allir töldu víst, að hóll-
inn drægi nafn sitt af fjárhúsinu. Þó að þetta væri í sjálfu sér harla
ótrúlegt, kom engum til hugar að grafast fyrir um annan og senni-
legri uppruna þessara ömefna.
I sambandi við gifslikan, sem ég er að gera, með aðstoð Magnús-
ar sonar míns, af Vallanesstað, eins og hann var um síðustu alda-
mót hef ég verið að kynna mér sögu staðarins og hef pá stuðst við
handrit Sighvats Grímssonar fræðimanns, Borgfirðings, og Ævi-
skrár Páls Eggerts Ólasonar. Þar er sagt frá séra Páli Guðmunds-
syni, presti í Vallanesi. Hann var afkomandi séra Stefáns Ólafs-
sonar, þjóðskálds í Vallanesi eins og flestir aðrir Vallanesprestar
eftir daga séra Stefáns.
Séra Páll var fæddur 1725 og'var aðstoðarprestur hjá móður-
bróður sínum, Stefáni Pálssyni í Vallanesi, árið 1752 til 1766, í
14 ár, en pá verður Jón, sonur séra Stefáns, aðstoðarprestur föður