Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 203
MÚLAÞING
201
föður síns 1766 og eftirmaður hans sem prestur í Vallanesi 1768
til 1777, er hann varð að fara frá vegna geðbilunar, en þá var séra
Páli veitt Vallanes eftir að hafa verið prestur á Kirkjubæ í 11 ár.
Vallanesi hélt hann síðan til æviloka 1782.
Faðir séra Páls var séra Guðmundur Pálsson, prestur á Kol-
freyjustað í Fáskrúðsfirði, mikill búmaður og talinn á sínum tíma
auðugasti prestur landsins, og voru þeir \6 margir vel fjáðir. Á
fyrstu aðstoðarprestsárum sínum í Vallanesi, 1754, kvæntist séra
Páll Ingibjörgu, dóttur séra Jóns Þorlákssonar, prests á Hólmum
við Reyðarfjörð, sem var talinn efnaður maður. Virðist hin ungu
hjón pví ekki hafa þurft að sætta sig við þröngan húsakost í
gamla Vallanesbænum í sambýli við séra Stefán og fólk hans.
Hefði þetta líka stungið óskemmtilega í stúf við kjör og ástæður
Þórunnar systur séra Páls, sem bjó í næsta nágrenni við Vallanes
og var kona héraðshöfðingjans, Péturs Þorsteinssonar, sýslumanns
á Ketilsstöðum á Völlum. Sýnir hctta, að hin ungu hjón muni
hvorki hafa skort áhuga né möguleika til að reisa sér snotran bæ
á Pálshúshólnum og myndarlegt fjárhús út af honum, allt með
fjárhagsaðstoð hinna efnuðu foreldra sinna. Lítið fjós gat verið
undir baðstofu, sem tíðkaðist á þessum tíma. — Ég tel umrædd
ömefni vitna um fætta og að þetta sé hin rétta skýring á uppruna
þei rra.
f sambandi við kálgarðinn vil ég benda á eftirfarandi: Séra
Guðmun.dur á Kolfreyjustað kostaði Pál son sinn, eftir að hann
hafði lokið stúdentsprófi í Skálholti. til náms í Danmörku. Þar
hefur hinum verðandi presti og bónda í Vallanesi gefist ákjósan-
legt tækifæri til að kynna sér garðyrkju Dana. Hinn myndarlegi
kálgarður í fjárhúsbrekkunni ber þess vitni, að séra Páll hafi gert
þetta og notfært sér þekkingu sína í þeim efnum, er hann varð
aðstoðarprestur í Vallanesi og byggði bæ sinn á Pálshúshólnum.
Af þessu má vel ætla, að séra Páll hafi verið brautryðjandi í garð-
yrkju á Austurlandi, á sama hátt og þeir séra Bjöm Halldórsson
í Sauðlauksdal og Magnús Ketilsson, sýslumaður í Búðardal á
Skarðsströnd, voru það á Vestfjiörðum. En þeir vom báðir uppi
samtímis séra Páli. Að séra Páls hefur ekki verið getið sem for-
göngumanns í garðrækt, getur vel stafað af því, að hann hefur