Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 205
MÚLAÞING
203
er 255 ferfaðmar eða um 5 sinnum stærri en kálgarðurinn gamli.
Af þessu má draga eftirfarandi ályktanir:
Það er með öllu útilokað, að nokkur staðarhaldari í Vallanesi
hafi á þeim tíma er hér um ræðir gert slíkan matjurtagarð fyrir
utan túnið, hafandi nægilegt af ágætu og skjólríku landi heima
við bæinn, ef hann vildi auka matjurtaræktina. Stækkun garðsins
þar hefði ekki kostað nema lítinn hluta þess, sem gripheldur
garður, um 130 metrar að lengd, í kring um hinn stóra jarðepla-
garð í fjárhúsbrekkunni hefur kostað. Þessi vörslugarður hefur
þurft að vera óvenjulega vel gerður vegna jæss, að hann var í um
100 metra fjarlægð frá hinum nýreista bæ á Pálshúshólnum og
naut pví ekki sama eftirlits gegn ásókn búfénaðar og heimakál-
garðar. Jarðeplagarður pessi hefur pví verið mikið mannvirki og
sennilega ekki kostað mikið minna en bygging hins nýja bæjar.
Þessar framkvæmdir séra Páls hafa vafalaust verið einstæðar á
sínum tíma hér á landi og bera vott um, að hann hafi pá verið
einn bjartsýnasti og framkvæmdamesti landbúnaðarfrömuður
landsins og staðið samtímamönnum sínum, þeim séra Bimi Hall-
dórssyni í Sauðlauksdal og Magnúsi Ketilssyni, sýslumanni í
Búðardal, fyllilega á sporði í þessum efnum, j?ótt afreka hans og
frumkvæðis í garðyrkjusögu okkar hafi aldrei verið getið. Ég
gat um það í fyrri grein minni, að séra Páll Guðmundsson muni
hafa haft flestum samtímamönnum sínum fremur, góðar fjárhags-
ástæður til að ráðast í pessar einstæðu og frumlegu landbúnaðar-
framkvæmdir, en þær sýna engu að síður, að hér er um að ræða
einn merkilegasta og mikilhæfasta brautryðjanda í íslenskum
landbúnaði, er uppi hefur verið á Austurlandi, pó að nafn hans
hafi verið1 hingað til gleymt og grafið.