Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 12
10
MULAÞING
vegi. Þetta geröi hann þegar tóm gafst til frá vegagerðinni á Völlum.
Eins og áður segir hafði Páll mælt fyrir vegi um Fjarðarheiði, Eskifjarð-
arheiði og Vestdalsheiði, reyndist þessi leið til muna lengst. Engu að
síður taldi Páll tiltækilegast að gera vagnveg um Fagradal. Mælti hann
þess vegna með því að fyrirhuguð flutningabraut til Héraðs úr fjörðum
yrði lögð um Fagradal. Mun þar mestu um hafa ráðið að þetta var
lægsti fjallvegurinn og því brattaminnsti. Páll mældi víðar fyrir vegum
hér austanlands, má nefna vegina um Brekknaheiði, Langanesströnd,
Sandvíkurheiði, Vopnafjörð og Hellisheiði að Jökulsárbrú hjá Foss-
völlum.
Strax eftir aldamótin hverfur Páll úr starfi hjá vegagerðinni og lágu
til þess ýmsar ástæður. M. a. sárnuðu honum deilurnar um Fagradal
og Fjarðarheiði fyrir akbrautina til fjarða. Elm það mál urðu blaðaskrif
hér eystra, fannst Páli ekki gæta mikillar þekkingar á vegagerð í þeim
skrifum. Einnig átti hann í ýmsum útistöðum við yfirmenn sína syðra
og mun það mestu hafa ráðið um ákvörðun hans, þá að hætta störfum
hjá vegagerðinni.
Um brýr á Jökulsá á Brú
Sagnir herma að þegar í heiðni hafi byggðar verið brýr á landi hér,
og það jafnvel brýr sem stórbrýr mætti kalla. Þorsteins þáttur hvíta,
sem gerist á fyrri hluta 10. aldar, nefnir brú á Jökulsá á Dal (eða á
Brú). Það er ljóst að á þessi hefir verið hinn versti farartálmi allt frá
upphafi byggðar í landinu og því snemma farið að huga þar að brúar-
gerð.
Víst er að eftir að landsmenn tóku kristni taldi kirkjan það eitt meðal
sálubótaverka að láta byggja brýr, enda segir í Grágás: „Það fé þarf
eigi til tíundar að telja er áður er til guðsþakka lagt, hvort sem það
er til kirkna lagt eða til brúa.“
Það fara af því sögur að steinbogi hafi til forna verið á Jökulsá, sem
snemma á öldum hafi brotnað niður og þá verið byggð trébrú hjá Fossvöll-
um, sú er síðan var endurnýjuð nokkrum sinnum og viðhaldið allt þar
til steypt var brúin 1931 og vígð það sama ár, sú er enn stendur þar.
Elzta brú á Jökulsá hjá Fossvöllum, sem heimildir eru um frá síðari
öldum, er talin hafa verið gerð af þýzkum kaupmönnum (Hansakaup-
mönnum) sennilega á síðari hluta 16. aldar. I Ferðabók Eggerts og
Bjarna er sagt frá því að árið 1625 hafi komið hlaup í Jökulsá og brotið
brúna sem þá var, má það hafa verið sú brú er Hansakaupmenn byggðu.