Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 15
MULAÞING
13
arsmiður brúna hjá bænum Brú, stálgrind á steyptum stöplum. Einnig
hækkaði hann brúna hjá Hákonarstöðum þetta sama ár með því að
steypa undir hana stöpla sinn á hvorn gilbarm. Síðast eða 1975 kom
brúin hjá Merki. Brúarsmiður Haukur Karlsson. Telst mér þá til að
fimm séu brýr komnar á Jökulsá á Brú, mun hún því ekki kafna undir
nafni.
Yfirstjórn vegamála
Fyrsta tilskipan um vegi á íslandi var staðfest af konungi 1861, lög
þessi lögðu í rauninni grundvöll að vegagerð á íslandi. í tilskipuninni
var vegum skipt í þjóðvegi og aukavegi. Þjóðvegir voru fjölförnustu
vegirnir í byggðum og milli héraða og áttu að vera 5 álna breiðir og
lækir og ár brúaðar. Aukavegir voru ekki eins vandaðir og hafðir mjórri
eða 3 álnir á breidd. Kostnaður af gerð þessara vega skyldi fenginn
með gjaldi, er svaraði hálfu dagsverki fyrir hvern vinnufæran karlmann
á aldrinum 20 - 60 ára.
Á fyrsta löggjafarþinginu 1875 flutti Jón Sigurðsson frá Gautlöndum
frumvarp til nýrra vegalaga, og náði það fram að ganga. í lögum þessum
var vegum skipt í fjallvegi og byggðavegi, en byggðavegum aftur skipt
í sýsluvegi og hreppavegi. Landssjóður skyldi bera kostnað af fjallveg-
um, og var það nýmæli, því hér var í fyrsta skipti mælt fyrir um veitingu
almannafjár til vega. Fjár til sýslu- og hreppavega var aflað með sama
hætti og áður til byggðavega.
Næst er vegalögum breytt á Alþingi 1887. Flutningsmenn þá að
nýjum vegalögum voru þeir feðgar Þórarinn Böðvarsson og Jón Þórar-
insson. Vegum var nú skipt í fernt, aðalpóstvegi og fjallvegi, kostaðir
af landssjóði. Sýsluvegir kostaðir af sýslufélögum og hreppavegir kost-
aðir með hálfu dagsverki á hvern vinnufæran sveitarmann.
Séra Jens Pálsson flutti enn frumvarp um vegi á Alþingi og náði það
fram að ganga 1894. Samkvæmt því var vegum skipt þannig: Flutninga-
brautir, þjóðvegir og fjallvegir kostaðir af landssjóði. sýsluvegir og
hreppavegir kostaðir af sýslum og hreppum. Helzta nýmæli þessara
laga var að gerðar skyldu akfærar flutningabrautir um 6 þéttbyggðustu
héruð landsins. Ein slík flutningabraut var þá ákveðin frá Búðareyri
í Reyðarfirði um Fagradal að Lagarfljóti. Með gerð flutningabrauta
var fyrst farið að búa í haginn fyrir hestvagna eða kerrur, en þjóðvegum
skyldi haldið við sem reiðvegum.
Um aldamótin síðustu urðu verulegar breytingar á vegagerð og skiln-