Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 21
MULAMNG
19
Fagradal og var Sigurður með bílinn í þessum akstri um veturinn. Það
gekk allvel með bílinn á þessari leið, því brattalítil er hún, en reksturinn
gekk ekki vel, því umferð var fremur lítil, varð því hlé á útgerð snjóbíla
um skeið frá Reyðarfirði. Aftur á móti fékk vegagerðin vörubifreið hingað
austur 1931, kom hún í góðar þarfir og var höfð í efnisflutningum til
vinnuflokka og sumpart í malarakstri. Sigurður Sveinsson tók við bifreið
þessari og ók henni mest fyrstu árin, bifreið þessi fékk númerið U 2.
Sigurður hafði á hendi forstöðu áhaldahússins á Reyðarfirði frá 1931,
að það var fyrst reist, til ársloka 1957. Tók þá við því starfi Þorsteinn
Steingrímsson til 1980. Hann kom hingað austur frá Akureyri, en
ættaður frá Dalvík. Við starfi þessu af Þorsteini tók Karl Þórarinsson
og gegndi því til ársloka 1984. Af honum hefir nú tekið við Herbert
Harðarson, Hermóðssonar á Reyðarfirði. Karl Ferdinantsson hefir ver-
ið birgðavörður og séð um afgreiðslu og vegaeftirlit síðan 1972. Áður
hafði það starf Hlöðver Jóhannsson, hann var Reyðfirðingur en fluttist
til Reykjavíkur og starfar nú þar hjá vegagerðinni. Allt bókhald fyrir
vegagerðina annaðist Sigurður Sigbjörnsson frá 1955 til 1969. Hann
var áður lengi verkstjóri hjá vegagerðinni, eins og fram kemur í þáttum
þessum. Við starfi þessu af Sigurði tók 1969 Kristinn Briem og gegnir
því nú.
Hin síðari árin hefir nokkuð breytzt með tækjakost vegagerðarinnar,
hentugra þykir að fá sum tækin leigð, s. s. jarðýtur, ámoksturstæki,
gröfur o. fl., en að vegagerðin eigi stærri tækin. enda fást þau tæplega
leigð, s. s. heflar, flutningabifreiðir ásamt vagni, efnisvinnslutæki,
snjómoksturstæki o. fl.
Páttur Jóns ísleifssonar og fleiri verkstjóra
Jón hét maður, f. 6. apríl 1864, ísleifsson, Jónssonar bónda á Arn-
hólsstöðum í Skriðdal, Finnbogasonar. Jón bjó eitthvað á Hryggstekk
og Þingmúla í Skriðdal. Kona hans var Ragnheiður dóttir séra Páls í
Þingmúla. Jón gerðist verkstjóri í vegagerð um 1890 og flytur til Eski-
fjarðar 1908. Þá er verkstjórn í vegagerð orðin hans aðalstarf. Þá voru
vegirnir velflestir sýslu- og hreppavegir.
Ekki voru það háar upphæðir sem veittar voru árlega til þessara
vega. En eitthvað var árlega unnið á þeim við endurbætur og viðhald.
Jóni var falin umsjón með vinnu þessari, sem dreifðist um flesta eða
alla hreppa Múlasýslna árlega, þar með talið viðhald Fagradalsbrautar
sem sýslurnar kostuðu um árbil.