Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 31
M l' I. AI’ IN (i
29
sáran kvartað yfir
framlagi þessu til við-
halds Fagradalsbraut-
ar, enda næg verkefni
sýslnanna við cndur-
bætur og viðhald sýslu-
veganna sjálfra, en
mestur hluti vegakerfis-
ins voru þá sýsluvegir.
Með árunum jókst sí-
fellt umferðin um Fagra-
dal. Kaupfélag Héraðs-
búa var nteð aðalbæki-
stöð sína á Revðarfirði
frá 1917 og viðskipti við
það félag fóru vaxandi ár
frá ári. Kaupfélagið
kaupir vörubíl 1918 eða
1919, þann fyrsta sem
kom hér austur að ég
held. Eitthvað gekk sú útgerð skrykkjótt í fyrstu, enda vandfengnir góðir
ökumenn til að byrja með. Því var það að kaupfélagsstjórinn, Þorsteinn
Jónsson á Reyðarfirði. fékk sumarið 1920 Mevvant Sigurðsson á Eiði. Sel-
tjarnarnesi, til að aka bílnum og sjá um þá útgerð það sumar og part úr
því næsta. Meyvant reyndist vel í þessu starfi, enda þá orðinn vanur meðferð
bifreiða. Vaxandi umferð bíla á þriðja og fjórða áratugnum kallaði á endur-
bætur vega. Á Fagradalsvegi voru það brýrnar sem einna mest var aðkallandi
að endurbyggja eða styrkja. Karl Friðriksson, þekktur brúarsmiður. endur-
byggði brýr á Fagradal 1935 úr steinstevpu. Brú á Köldukvísl byggir hann
þá og tvær brýr á Fagradalsá, en Neðstabrú var byggð 1920.
Endurbygging Fagradalsvegar hófst 1954. Það árer Neðstabrú endur-
bvggð. brúarsmiður var Sigurður Jónsson Sólbakka í Borgarfirði eystri.
Hann var dugnaöarmaður, hagsýnn í verki og vandvirkur. Hann sá
um byggingu fjölmargra brúa hér austanlands, smárra og stórra á
tímabilinu 1945 til 1972. Árlega er eitthvað unnið að endurbyggingu
vegarins og 1967 er lokið byggingu á 15 knt kafla um hádalinn og
vegurinn færður vestur fyrir Fagradalsána, áður lá hann austan ár á
æðikafla. Verkstjóri var Sigurður Sigbjörnsson frá Ekkjufelli búsettur
á Reyðarfiröi. Hann var í mörg ár verkstjóri hjá vegagerðinni. Hann
Myndin er lekin á Fagradalsvegi í Grœnafelli. sýnir andir-
lendi inn af Jjardiirholni. iiinsni liliiiu Ijurdariiis oy fjöllin
sunnan fjarðar. Nú er koniið bundið slitlag á þennan veg.
- Mynd Vegagerðin.