Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 34
32
MULAMNG
vandað til þessarar vegagerðar og þjónar vegurinn enn að miklu leyti
sínu hlutverki, ogereinn hlekkurinn í hringveginum þótt endurbyggðir
hafi verið stuttir kaflar. Það tók líka um 20 ár að leggja þennan vegar-
kafla sem er um 26 km að lengd og við köllum Hróarstunguveg. Nú
má ekki dragast lengi að endurbyggja þennan veg svo hann svari kröfum
tímans.
Jón ísleifsson sá að mestu um langningu þessa vegar eins og fleiri
vega á þessum árum. Fleiri verkstjórar komu þó eitthvað við sögu,
mun stjórn vegamála hafa sent þá í þetta verk til að létta á Jóni. Heyrði
ég nefnda Jón frá Flatey í Austur-Skaftafellssýslu, sem eitthvað var
við þetta verk riðinn fyrir 1920, og Jóhann vegaverkstjóra Hjörleifsson
sem var verkstjóri við þessa vegagerð eitt sumar. Var þá verið að leggja
veginn út með Heiðarendanum.
Brúin á Jökulsá hjá Fossvöllum var vígð 1931. Af því tilefni var á
Fossvöllum efnt til samkomuhalds og kom þar fjölmenni saman. Aðal-
ræðumaður var Páll Hermannsson þá alþingismaður Norð-Mýlinga.
Stóð hann á stórum steini við brúarsporðinn eystri og ávarpaði sam-
komugesti. Lýsti hann mannvirkinu, flutti þakkir brúarsmið Valgeiri
Jónssyni og öðrum sem að framkvæmdinni höfðu unnið og bað öllum
blessunar er um brúna færu. Heima á Fossvöllum var síðan fagnaður
mikill, veitingar nægar og dansað á palli sem slegið hafði verið upp í
hlaðvarpa. Eitthvað kom bakkus þar við sögu, þótt á bannárum væri.
Spánarvín svokölluð fengust þó, en dauft þótti bragðið af þeim. Bændur
munu hafa átt eitthvað á kútum sínum í kjöllurum eða afkimum til að
væta kverkar manna. Allt fór hið bezta fram á samkomu þessari, og
ekki spilltu gamansamar og fyndnar sögur Gunnars bónda Jónssonar
á Fossvöllum.
Vel hefir brú þessi á Jökulsá dugað, því enn er hún í fullu gildi 1984.
Gerðar voru þó á henni nokkrar endurbætur (hækkuð) 1967, það verk
vann Sigurður Jónsson á Sólbakka.
Með vegalögum frá 1924 var lega Austurlandsvegar ákveðin frá
Þórshöfn um Brekknaheiði, Strandir, Vopnafjörð, Hellisheiði og Jök-
ulsárhlíð og tengdist þá við Jökulsárbrú aðalveginum. Var því fjárveit-
ingum ríkissjóðs beint að þessari leið, en ekki vegi um Jökuldal og
Möðrudalsöræfi eins og áður var. Brúin á Laxá neðan við Fossvelli
var byggð sama árið og Jökulsárbrúin 1931 og vegagerð hafin áleiðis
út Hlíð. Laxá var ávallt mikill farartálmi á póstleiðinni til Vopnafjarðar.
Var því árið 1903 byggð á hana brú úr timbri (sperrubrú) rétt hjá
Fossvallabæ, kostuð að hálfu af sýslunni. Seyðfirzkir menn munu hafa