Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 36
34
MULAÞING
stjórar gerðu á þeim árum. Eftir að Unnar fluttist brott um 1940 tekur
Ragnar Gunnarsson bóndi á Fossvöllum við verkstjórn við Jökulsár-
hlíðarveg og hefir það starf á hendi til dauðadags 1967. Það var hans
aukastarf með búskapnum. Ragnar þótti útsjónarsamur í starfi og vand-
virkur. Víðar en í Hlíð var Ragnar verkstjóri við vegagerð, t. d. sá
hann um ruðningsveginn yfir Hellisheiði sem akfær mátti heita 1965.
Fossvellir - Grímsstaðir
Eins og áður segir var þjóðvegurinn (póstleiðin) frá Fossvöllum um
Jökuldal. Möðrudalsöræfi og Grímsstaði. lagður af með vegalögunum
1924, og þar af leiðandi greiddi ríkissjóður ekkert til þessa vegar. Var
hann því tekinn í tölu sýsluvega 1928, með því skilyrði þó að ríkissjóður
kosti að mestu endurbyggingu brúa á Rjúkandi og Teigará og skili
veginum í því ástandi að fær geti talizt. Ríkissjóður hafði vanrækt
viðhald þessa vegar eftir að hann varð sýsluvegur, eða ekki talið sér
skvlt að annast það. Báðar þessar brýr voru stevptar 1928 og lagði
sýslan fram lA kostnaðar. Brúarsmiður var Jónas Snæbjörnsson.
Vaknaður var nú áhugi Austfirðinga og fleiri manna á að tengja
saman Norður- og Austurland með akfærum vegi. en á hinn bóginn
vitað að larigt yrði að bíða þeirrar tengingar með lagningu Austurlands-
vegar um Hellisheiði, Vopnafjörð, Strandir og Brekknaheiði, eins og
gert hafði verið ráð fyrir með lögunum frá 1924. Verkfróðir menn
töldu eftir nána athugun auðveldast og ódýrast að leggja veginn um
Jökuldal og Möðrudalsöræfi til Grímsstaða og þaðan um Hólssand
niður í Öxarfjörð. Það var því niðurstaðan. þegar sett voru ný vegalög
1933, að Austurlandsvegur var ákveðinn þessa leið, en vegurinn um
Strandir, Vopnafjörð, Hellisheiði og Jökulsárhlíð fékk nafnið Stranda-
og Jökulsárhlíðarvegur og var áfram í tölu þjóðvega.
Var þegar árið 1933 hafizt handa um lagningu Austurlandsvegar um
Jökuldal og að norðan um Hólssand. Til að flýta fyrir vegarlagningu
þessari lánuðu Múlasýslur nokkurt fé til framkvæmdanna. Hannes
Árnason verkfræðingur frá Hesti í Borgarfirði hafði á hendi staðsetn-
ingu og mælingar fyrir þessum vegi. Hannes vann hjá Vegagerð ríkisins
frá því hann hóf starf sitt sem verkfræðingur 1926 til æviloka 1948.
Hann mun fyrst hafa komið til Austurlands í þágu vegagerðarinnar
um 1932. Mældi hann víða fyrir nýjum vegum hér um árabil. Hann
var glöggur og fundvís á beztu vegarstæðin.
Sumarið 1933 var akvegur lagður frá aðalveginum neðan við Fossvelli