Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 38
36
MULAÞING
Tvcer brýr á Gilsá hjá Skjöldólfsstöðum. Elzta brúin niðri í gilinu, en brúin frá 1934 í
smíðum. Priðja brúin á sama stað.byggð 1972. - Mynd Vegagerðin.
verkfræðingur, Júlíus Hafstein sýslumaður Þingeyinga, Ari Arnalds
sýslumaður Norð-Mýlinga og fleiri. Slæmt áfelli gerði þetta haust og
lentu vegamálastjóri og fleiri sunnanmenn, er austur höfðu farið þegar
leiðin opnaðist, í fleiri daga hrakningum í hríðarveðri á Möðrudalsör-
æfum og Reykjaheiði. Það var tiltölulega auðvelt að gera bílfært norður
yfir öræfin, víða sléttir melar og sandar og hægt að aka yfir læki og
ársprænur flestar. Vitanlega lokaðist þessi vegur í fyrstu snjóum á
haustin, því ekki var hann uppbyggður nema lítilsháttar í flóadrögum.
Fljótlega hófst því endurbygging vegarins, eftir að jarðýtur og stórvirk-
ari tæki komu til sögunnar í vegagerðinni. Var þá vegarstæðinu sums
staðar breytt nokkuð, t. d. um fjallgarðana austan við Möðrudal, lækir
og ár brúaðar, þannig að nú 1984 hefir mestur hluti vegarins um Jökul-
dal og Möðrudalsöræfi verið endurbyggður.
Á árunum 1946 - 1947 var brúin byggð á Jökulsá á Fjöllum hjá
Grímsstöðum, brúarsmiður var Sigurður Björnsson. Það stytti leiðina
að austan til Akureyrar um ca. 80 km. Austan við Fjallgarða var fyrst
ekið yfir tvær ár, Lindará og Lónakíl, þeim var veitt saman og brúað
í einu lagi 1956, brúarsmiður Sigurður Jónsson á Sólbakka. Árnar
norðan við Möðrudal brúaðar, Sauðá og Selá, 1959, brúarsmiður Þor-
valdur Guðjónsson, Skarðsá 1954, brúarsmiður Jónas Snæbjörnsson,