Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 39
MULAÞING
37
Víðidalsá 1957, brúarsmiður Jón Grímsson frá Hvammsgerði í Vopna-
firði. Allar voru þessar brýr steinsteyptar. Upp úr 1940 voru byggðar
úr steinsteypu brýr á þverárnar á Jökuldal. Hvanná og Svelgsá 1946,
Staðará 1947, um sama leyti Sauðá og Garðá innan við Hjarðarhaga
og Garðá í Skjöldólfsstaðatúni. Sá Jónas Þórarinsson frá Hrafnabjörg-
um um smíði þessara brúa. Síðan hafa sumar af þessum brúm á Austur-
landsveginum verið endurbyggðar. Brúin á Rjúkandi 1971, Gilsá innan
við Skjöldólfsstaði 1972 og það sama ár Sauðá innan við Hjarðarhaga.
þessar þrjár brýr byggði Sigurður Jónsson Sólbakka. Brú á Staðará
var endurbyggð 1975 og þá ofar á ána, þess vegna var á næstu árum
veginum breytt á kafla og lagður ofan við tún í Hofteigi. Brúarsmiður
við Staðarárbrúna þessa nýju var Einar Sigurðsson á Reyðarfirði.
Ýmsir verkstjórar sáu um endurbyggingu vegarins um Jökuldal og
Möðrudalsöræfi. Teknir voru árlega fyrir vissir kaflar, réðist það þá
af fjárveitingu hversu langir þeir urðu. Steinþór Erlendsson frá Eiðum
búsettur á Egilsstöðum, verkstjóri hjá vegagerðinni 1944 - 1966, sá
um lagningu vegar frá Grímsstöðum að brúnni á Jökulsá þegar hún
var byggð 1946 og vegagerð milli bæja í Fjallasveit, m. a. frá Grímsstöð-
um að Hólsseli og Nýhóli. Einnig sá hann um endurbyggingu aðalveg-
arins frá Biskupshálsi austur að Lindará. Þar tók við stjórninni Ingólfur
Steindórsson, sem verið hefir verkstjóri hjá vegagerðinni síðan 1967.
Hann sá um lagninguna niður á Lönguhlíð. Þá tók við Gunnar sonur
Egils yfirverkstjóra og lauk lagningunni niður í Jökuldalinn. Magnús
Sigurðsson frá Björgum sá um endurbyggingu vegarins frá Grímsstöð-
um austur yfir Biskupsháls. Þar tekur Steinþór við 1957.
Páll Hjarðar bóndi í Hjarðarhaga á Jðkuldal var verkstjóri hjá
vegagerðinni á árunum 1955 - 1970. Hann sá um allt viðhald vega á
Jökuldal og norður á Fjöllum á þeim árum. Einnig sá hann um nýbygg-
ingar vega víða á Jökuldal. Við starfi af honum tók Arnór Benediktsson
bóndi á Hvanná. Hann sá einnig um vegagerð í Jökulsárhlíð og á parti
af Vopnafjarðarheiði. Arnór hætti störfum hjá vegagerðinni 1980. Þá
tók við starfinu Björn Sigurðsson frá Breiðumörk í Hlíð. Hann er nú
einnig hættur hjá vegagerðinni, enda hafa þetta verið aukastörf hjá
þessum þremur bændum.
Um aðra vegi á Jökuldal
Árið 1933 var tekinn í þjóðvegatölu vegurinn af Austurlandsvegi
hjá Gilsá innan við Skjöldólfsstaði, með bæjum upp Jökuldal að Brú
3*