Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 40
38
MÚLAÞING
og þaðan yfir Jökulsá
inn að Aðalbóli í
Hrafnkelsdal. Áður
var þetta sýslu- og
hreppavegur, hvergi
akfær.
í fyrstunni, eða árið
1938. var rudd bílaslóð
frá Austurlandsvegi á
Þrívörðuhálsi inn heið-
ina og niður að bænum
Brú, var það mikið
sjálfgerður vegur. Veg-
urinn með bæjum frá
Gilsá var lagður á árun-
um 1945 til 1951 að
hann varð að nafninu
til akfær að Brú. Brúin
á Jöklu var byggð þar 1953, brúarsmiður var Þorvaldur Guðjónsson
frá Akureyri. Það sama ár varð bílfært um Hrafnkelsdal í Aðalból.
Þverá heitir áin utan við bæinn Brú, hún var oft ill yfirferðar. Því var
það að Eiríkur bóndi á Brú Guðmundsson setti timburbrú á ána 1898,
sýslan mun hafa lagt til efnið. Brú þessi sligaðist undan snjóþunga
1910, en var endurreist og hékk uppi til 1936 að snjór sligaði hana
niður aftur. Árið 1949 var byggð brú á þessa á úr steinsteypu, stendur
sú brú enn, brúarsmiður var Jónas Þórarinsson á Hrafnabjörgum. Fleiri
ársprænur eru á þessari leið frá Gilsá, en ekki vatnsmiklar. Settar voru
brýr eða rennur á ár þessar og læki um líkt leyti og vegurinn var lagður.
Vegur þessi á Efra-Jökuldal hefir nú svo til allur verið endurbvggður.
því upphaflega var þetta ófullkominn ruðningsvegur.
Jökulsá klýfur byggðina að endilöngu og er hún mesta torfæra. Fátt
er um vöð á ánni, þó var hún riðin á nokkrum stöðum þegar lítið vatn
var í henni. Kláfar (kláfferjur) voru snemma settir á ána, og finnst
þeirra getið allt frá því á 17. öld. Voru kláfar þessir, eða drættir, settir
þar sem þröng voru gljúfur. vírkaðlar strengdir milli gilbarma og tré-
kassar látnir renna eftir þeim á trissum. Heimildir eru fyrir því að
flestir drættir á Dal voru í einstaklingseign, en um síðustu aldamót
mun hreppurinn hafa tekið við þeim. Ekki voru kláfar þessir nein
framtíðarlausn á samgöngum yfir Jöklu og auk þess varasamir og vitað
Kláfur á Jöklu hjá bœnum Brú. - Mynd Héraðsskjalasafn
Egilsstöðum.