Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 44
42
MULAÞINC.
nýja brú á ána, nokkru ofar og breytist vegurinn í samræmi viö það.
Arið 1911 var lagður vegur frá brúnni inn fyrir neðan Ytri-Kleif og
árið 1917 bætt við þann veg inn hjá Kleifarstekk. Þeir bræður Jón og
Tómas ísleifssynir voru þar verkstjórar. Á þessum árum sá Jón ísleifs-
son um vegagerð í Breiðdal eins og víðar í Múlasýslum.
Árið 1929 var hafin gerð akfærs vegar frá Breiðdalsvík fram Breiðdal,
unnið nokkuð á hverju ári og stuðst við þá vegarkafla sem komnir
voru áður. Akfært orðið að innsta bæ, Þorgrímsstöðum í Suðurdal,
1935. I framhaldi af því lagður akfær vegur yfir Breiðdalsheiði, verk-
stjóri var þá Gísli Guðmundsson frá Djúpavogi. Mátti heita að vegur
yfir heiðina væri fullruddur 1939. Mættu þá Geir Zoéga vegamálastjóri
og Einar Jónsson verkstjóri Gísla Guðmundssyni þar á heiðinni og
héldur suður af henni. Breiðdælingar töldu þá vegarsamband komið
við Hérað, þótt næstu árin væri það bætt á ýmsum stöðum til þess að
vegurinn gæti talizt sæmilega greiðfær ruðningsvegur.
Við þessa fyrstu akvegargerð yfir Breiðdalsheiði var mikið stuðst
við vegagerð Jóns Finnbogasonar frá síðustu tugum 19. aldar, eins og
segir frá í þætti um vegi fyrir aldamótin. Enn má sjá haganlega gerðar
hleðslur í gildrögum frá tíð Jóns og vörður á heiðinni standa sumar
enn, er Jón lét hlaða á þessari póstleið.
Allur þessi vegur frá Egilsstöðum til Breiðdalsvíkur var að meiri
hluta til ruðningsvegur, þó voru upphlaðnir vegarkaflar þar sem leiðin
lá um mýrlendi. Allar ár og lækir óbrúaðar og ekið yfir á vöðum, utan
tvær ár sem varð að brúa, Gilsá og Tinnu, eins og áður segir.
Á fimmta áratug þessarar aldar hefst endurbygging þessa vegar og
brúargerð á ár og læki. Mikill meirihluti vegarins hefir nú 1984 verið
endurbyggður og vegarstæði víða breytt frá því sem í upphafi var,
enda ekið þá þar sem auðveldast var um eyrar og harðvelli.
Verkstjórar við endurbyggingu þessa vegar voru aðallega sá er þetta
ritar og Jónas Jónsson verkstjóri á Breiðdalsvík. Auk okkar Magnús
Sigurðsson frá Björgum í Eyjafirði við nokkurn kafla á Breiðdalsheiði
1958 - 1962 og Gunnar Egilsson Reyðarfirði við stutta kafla í Breiðdal.
Jónas Jónsson andaðist 1980, við verkstjórn af honum í Breiðdal tók
Reynir Gunnarsson á Djúpavogi. Ég lét af verkstjórastarfi í árslok
1977, er ég varð héraðsstjóri, við verkstjórn af mér tók Guðni Nikulás-
son frá Arnkelsgerði.
Árið 1944 var brú byggð á Tunghagalæk utan við Gíslastaði, brúar-
smiður Jón Dagsson frá Melrakkanesi. Leifar af þessari brú má enn
sjá, en lækurinn rennur nú gegnum tvo stálhólka. 1945 voru byggðar