Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 45
MULAMNG
43
brýr á Höfðaá, Unalæk og Kaldá, allar á Vallavegi, brúarsmiður var
Jónas Þórarinsson frá Hrafnabjörgum í Hlíð. Nú hafa sumar þessar
brýr verið endurbyggðar, Höfðaá 1975 og Kaldá 1983, brúarsmiður
Einar Sigurðsson Reyðarfirði. Brýr á Jóku og Eyrarteigsá í Skriðdal
voru byggðar 1944, brúarsmiður Sigurður Björnsson. Brú á Þórisá
1952, Víná 1958, Haugaá 1959, Vatnsdalsá 1961 og Forviðará 1968,
allar í Skriðdal, brúarsmiður Sigurður Jónsson Sólbakka. Brú á Breið-
dalsá inn undir heiði byggð 1968, á Selá hjá Höskuldsstaðaseli 1964
og Höskuldsstaðaá 1960, brúarsmiður einnig Sigurður Jónsson. Allar
þessar brýr voru byggðar úr steinsteypu.
Enn er óuppbyggður vegarkaflinn frá Haugum og inn að Breiðdals-
heiðinni og er það bagalegt og tefur umferð á sjálfum Austurlandsveg-
inum.
Skriðdalsvegur
Samkvæmt vegalögum frá 1947 var tekinn í þjóðvegatölu vegurinn
um Norðurbyggð í Skriðdal af Upphéraðsvegi vestan Grímsár með
bæjum inn dalinn og um væntanlegar brýr á Geitdalsá og Múlaá og á
Austurlandsveg innan við Jóku. Áður var þetta að sjálfsögðu sýsluveg-
ur, og hafði nokkuð verið unnið þar að vegabótum milli bæja. Aka
mátti bílum sums staðar á vöðum yfir Grímsá og koma varningi á þann
hátt til bæja á Norðurbyggð og klöngrast á bílum milli bæja þar.
Árið 1948 hófst lagning Skriðdalsvegarins urn Norðurbyggð í Skrið-
dal utan frá Grímsárbrú. Kominn er vegurinn inn að Sauðhaga 1950
og inn hjá Mýrum 1951 með því að notast við eldri brautargerð. Inn
að Geitdal er vegurinn kominn 1961, áður klöngrast þangað á bílum
með því að aka sitt á hvað yfir Geitdalsána.Byggð steinsteypt brú á
Múlaá 1949, brúarsmiður Jónas Snæbjörnsson. Þá komst Þingmúli í
vegarsamband og bæirnir sunnan í Múlanum um 1951. Steypt var brú
á Geitdalsá 1952, brúarsmiður Þorvaldur Guðjónsson. Þar með opnað-
ur hringvegur í Skriðdal að meðtöldum nokkrum bæjum á Fram-
Völlum. Allar rennur á Skriðdalsveginum voru steyptar í byrjun. nema
þar sem steypurör voru látin nægja.
Verkstjóri við vegarlagningu þessa var sá er þetta ritar. Nú eru hafnar
einhverjar endurbætur á þessum vegi. Af því tilefni að akfær hringvegur
opnaðist í Skriðdal 1952 héldu Skriðdælingar veizlu í samkomuhúsi
hreppsins 13. sept. Buðu þeir brúarmönnum og vegagerðarmönnum sem
voru þá að ljúka brúargerð á Geitdalsá og tengingu hennar.