Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 46
44
MÚLAÞING
Norðurdalsvegur í Breiðdal
Eins og áður segir hófst gerð akfærs vegar frá Breiðdalsvík árið 1929
og tengdist árið eftir Austurlandsvegi nálægt Eydölum. Brú byggð á
Fellsá úr steinsteypu 1948, brúarsmiður Sigurður Jónsson. Norðurdals-
vegurinn tengist Austurlandsvegi spölkorn innan vð Eydali. Sá vegur
tekinn í þjóðvegatölu 1947. liggur hann inn dalinn norðan ár að Þor-
valdsstöðum. Bæirnir standa sinn hvorum megin árinnar í dalnum og
var hún brúuð 1967, áður ekið yfir ána ef hægt var. Norðurdalsvegurinn
var orðinn skröltfær bílum meðan hann var enn sýsluvegur og talið
akfært að innsta bæ, Þorvaldsstöðum, 1938. Síðan hefir vegurinn verið
endurbættur og brýr byggðar, allar úr steinsteypu. Tinnudalsá 1950,
Gilsá 1956 og Breiðdalsá í Norðurdal 1967 eins og áður segir. brúar-
smiðir Sigurður Jónsson og Jón Dagsson sem byggði brúna á Gilsá.
Ekki gat kallast akfært á bæina sunnan ár fyrr en brúin kom á hana.
Frá vegamótum hjá Eydölum liggur Austurlandsvegur suður yfir
Breiðdalsá sem brúuð var á Sveinshyl 1940, brúarsmiður Sigurður
Björnsson. Skammt frá ánni eru vegamót af Austurlandsvegi, þar liggur
inn sunnan Breiðdalsár vegur er tekinn var í þjóðvegatölu 1947, áður
sýsluvegur. Kominn er hann að Brekkuborg 1945 og inn að Flögu,
innsta byggðum bæ þeim megin ár, 1948. Brú byggð á Fagradalsá 1954,
brúarsmiður Jónas Gíslason, brú á Skriðuá 1970, brúarsmiður Sigurður
Jónsson, brú á Flöguá 1979 og Breiðdalsá brúuð þar innfrá 1978. Einar
Sigurðsson frá Reyðarfirði sá um smíði tveggja síðasttöldu brúnna.
Frá áðurnefndum vegamótum var lagningu Austurlandsvegar haldið
áfram með suðursíðunni fyrir Streitishvarf og inn með Berufirði að
norðan. Kominn er vegur að Krossá á Berufjarðarströnd 1943 og árið
eftir að Þiljuvöllum, þar er góð höfn. Heimamenn fóru þá fram á að
fá bílferju á fjörðinn en fengu litla áheyrn. Fá ár gekk þó bátur þaðan
yfir Berufjörðinn til Djúpavogs í sambandi við áætlunarferðir bifreiða.
Lagningu vegar þokar áfram inn með firðinum, kominn er hann að
Gautavík 1948 og slarkfært orðið að Berufirði 1950. Allur þessi vegur
var ruðningur er síðar hefir verið uppbyggður og bættur. Margar ár
og lækir eru á þessari leið, er brúaðar hafa verið. Sigurður Jónsson á
Sólbakka sá um byggingu brúa 1949 á Skammadalsá, Eyjaá, Djúpa-
dalsá og Krossdalsá, allar norðan Streitishvarfs, einnig 1962 brýr á
Búðará og Skálá í Berufirði og brú á Svartagil 1959. Allar steinstevptar.
Á Krossá hafði trébrú verið sett fyrir aldamót og endurnýjuð er hún
1917. Um 1942 byggir Jónas Gíslason bílgenga brú á þessa á, sem nú