Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 48
46
MULAÞING
Um Þórudalsheiði frá Arnhólsstöðum í Skriðdal niður í Áreyjadal
í Reyðarfirði var fjölfarinn vegur fyrr á tímum, enda lengi aðalkaup-
staðarleiðin til Reyðarfjarðar úr Skriðdal og Fljótsdal áður en akvegir
komu. Þar var unnið nokkuð að vegabótum á þeim tímum og talin var
þessi leið með þjóðvegum f947. Nú hefir verið lagað fyrir jeppa þessa
leið.
Djúpivogur - Lónsheiði
Um 1930 er byrjað á að gera akfært frá Djúpavogi og það ár talið
fært bílum suður um Melrakkanes og að Þvottá um 1934. var þá haldið
sig við gamla póstveginn sem lá þessa leið. Eftir að póstvegurinn hafði
eitthvað verið lagfærður um Lónsheiði var það, að árið 1935 brutust
tveir bílar frá Hornafirði austur yfir heiðina. Það voru þeir Helgi Guð-
mundsson í Hoffelli og Guðmundur Guðjónsson, höfðu þeir nokkra
menn með sér til hjálpar. Þetta voru fyrstu bílar sem um þessa heiði
fóru. Þeir félagar héldu síðan austur á Djúpavog, þar mættu þeir Garð-
ari Guðnasyni er fyrstur manna hafði brotizt á bíl sínum yfir Breiðdals-
heiði, um veg sem þá var ekki talinn akfær orðinn. Garðar hélt svo
áfram suður til Hornafjarðar ásamt þeim Helga og Guðmundi. sem
sneru við á Djúpavogi. Árið á eftir (1936) fór aðeins einn bíll yfir
Lónsheiði, það var Jón Björnsson frá Múla sem ók bílnum. Næstu árin
var unnið áfram að ruðningsveginum og fóru bílar úr því að geta skrölt
hindrunarlaust yfir heiðina. Sumarið 1949 var svo hafin lagning vegar
yfir þessa heiði vestan frá Svínhólum og því verki lokið 10 árum síðar,
1959.
Vegurinn frá Djúpavogi suður í Lón hefir að mestu leyti verið endur-
byggður, enn 1984 eru þó smákaflar, um 10 km, óuppbyggðir, þar sem
notast er við gamla ruðninginn. Vegurinn um Lónsheiði hefir verið
aflagður, en nýr vegur gerður með sjó fram, um Þvottár- og Hvalnes-
skriður. Varð sú leið jeppafær 1976, en fær öllum bílum 1977, síðan
nokkuð endurbættur þessi vegur 1980.
Ár hafa allar verið brúaðar á þessari leið. Hamarsá brúuð fyrst 1915,
brúarsmiður þá Einar Einarsson, sá hinn sami er byggði brúna á Rangá
1913. Endurbyggð var þessi brú 1968, brúarsmiður þá Haukur
Karlsson. Geithellnaá brúuð 1938, brúarsmiður Sigfús Sigfússon.
Endurbyggð var þessi brú 1974, brúarsmiður þá Haukur Karlsson.
Hofsá brúuð 1955 - 1956, brúarsmiður Jónas Gíslason. Selá í Hamars-
firði brúuð 1962 og Starmýrará 1965. Sigurður Jónsson sá um smíði