Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Side 51
MULAÞING
49
Seyðisfjarðar. Hann færir rök að því að heppilegasta leiðin verði að
leggja veginn um Vestdal og Vestdalsheiði til Gilsárdals og síðan um
Hálsa niður í Tókastaði, þessi leið væri lægri nokkuð en Fjarðarheiði
og því auðveldari fyrir klyfjahesta og hestvagna sem þá voru í sjónmáli
til flutninga.
Ekkert samkomulag varð um þessa tillögu Hovdenaks, og var því
vegurinn um Fjarðarheiði lagður 1893 undir stjórn Páls Jónssonar eins
og áður er frá sagt. Um 1903 var vegur þessi nokkuð endurbættur og
hresst upp á vörðurnar á heiðinni. Sá Magnús Vigfússon um það verk,
hann var þá verkstjóri við lagningu Fagradalsbrautarinnar.
Arið 1907 er Fjarðarheiðarvegur kominn í tölu þjóðvega. Það er þó
ekki fyrr en 1933 að hafin er gerð akfærs vegar yfir heiðina, þrátt fyrir
margendurteknar áskoranir Seyðfirðinga og Norð-Mýlinga til ráða-
manna um að hefja þetta verk.
Vegarlagningin hófst um vorið 1933 frá Seyðisfirði áleiðis upp á
heiðina. Bratt er þar upp brekkurnar og vegarstæði erfitt, þurfti víða
að sprengja kletta eða klappir, en þá voru frumstæð tæki til borunar,
handatlið eitt og tækin bor og slaghamar, en allt um það sóttist verkið
furðu vel og komst vegurinn um sumarið upp úr brekkunum, eða upp
á Efri-Staf. Seyðisfjarðarkaupstaður og Norður-Múlasýsla lögðu fram
fé að láni til þess að hrinda framkvæmdum af stað.
Geir Zoéga vegamálastjóri réði Hildimund Björnsson verkstjóra frá
Stykkishólmi til að stjórna verkinu. Hann var kunnur verkstjóri í
vegagerð fyrir vestan og dugnaðarmaður hinn mesti. Hannes Árnason
verkfræðingur mældi fyrir veginum og fylgdist með verkinu, eins og
víðar hér austanlands á þeim árum.
Sumarið næsta eða 1934 hóf Hildimundur vegagerðina Héraðsmegin
og var vegur lagður það sumar frá Úthéraðsvegi hjá Miðhúsum upp
allt fjall og lagaður gamli hestavegurinn yfir sjálfa hciðina í það horf
að hann yrði fær bílum. Gamli vegurinn kom víða að góðum notum,
sums staðar stuðst við gamla brautarstúfa sem lagðir höfðu verið um
votlendi, ruðningsvegurinn breikkaður og púkkað í Iækjarsytrur.
Petta sumar 1934 er mér minnisstætt. Það var fyrsta sumarið sem
ég vann í vegagerð, er síðar varð mitt aðalstarf. Mér líkaði vel verk-
stjórn Hildimundar, allir virtu hann og af honum mátti læra margt um
gerð vega. Hann hafði þann háttinn á að skipta liðinu í smá flokka,
sem áttu að leggja visst stykki oftast 20 metra langt. Þannig kom
nokkurt kapp í menn að vilja ekki vera síðastir með sinn stúf. Kantar
voru hlaðnir úr sniddum eða grjóti ef þannig hagaði til og fyllt upp
4