Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Page 54
52
MULAÞING
heiðarvatnið, það er snjóléttari leið. Þetta hafði í för með sér að byggja
þurfti brýr á ár þar á heiðinni. Brú á Miðhúsaá ofan við heiðarbrúnina
byggð 1973, brúarsmiður Haukur Karlsson, um leið byggð stutt brú á
Þverá (Gagnheiðará). Brú á Fjarðará ofan við Efri-Staf og brú á
Vatnshæðará byggðar 1975, brúarsmiður Einar Sigurðsson frá Reyðar-
firði. Árið 1971 var lokið nýjum vegi um Neðri-Staf. Milli Stafa og um
Efri-Staf var lagður nýr og vel upp byggður vegur á árunum 1978 -
1980, þá farið ofan yfir Stafdalsána og hún brúuð þar með stálhólkum.
Guðni Nikulásson frá Arnkelsgerði sá um það verk. Hann tók við
verkstjórn af mér í ársbyrjun 1978 þegar ég var skipaður í starf héraðs-
stjóra. Áður hafði hann verið flokkstjóri hjá mér í vegagerð síðan
1968. Hann tók við héraðsstjórastarfinu af mér 1981.
Vegir í Seyðisfirði
Mikil umsvif verða á Seyðisfirði um og upp úr miðri 19. öldinni. Á
Fjarðaröldu verður föst verzlun 1850 og á Vestdalseyri 1851. Verzlun
hafði verið rekin á Hánefsstaðaeyrum á árunum 1792 - 1805, en aldrei
hafði fengizt leyfi fyrir þeim verzlunarrekstri og var sá rekstur stöðvaður
þótt illt þætti. Útgerð dafnaði vel á síðari helmingi 19. aldar og bvggðin
óx og dafnaði við Seyðisfjörð. Ekki þekki ég heimildir um fyrstu vega-
eða gatnagerð þar í firðinum, en víst er að Ottó Wathne, hinn mikli
athafnamaður. lét á sinn kostnað byggja göngubrú á Fjarðará laust
eftir 1880. Pá brú tók af í ísreki um 1890, en Ottó Wathne lét þegar
hefjast handa um byggingu nýrrar og varanlegri brúar á ána úr timbri,
var hún fær ökutækjum. Það sést í sýslufundargerð í Norður-Múlasýslu
að sýslunefndin samþykkir á fundi sínum haustið 1891 að taka þátt í
kostnaði við brúargerð þessa ásamt með Seyðisfjarðarhreppi og fleir-
um, þannig að Ottó mun hafa fengið endurgreiddan verulegan hluta
af framlögðum byggingarkostnaði brúarinnar. Brú þessi þjónaði sínu
hlutverki allt til ársins 1937 að byggð var brúin úr steinsteypu, sú er
enn stendur þar. Brúarsmiður þá mun hafa verið Sigurður Björnsson.
Timbrið úr gömlu brúnni var notað í brú á Stafdalsána og var sú brú
nothæf til þess er steypt var brú á ána 1957. Sigurður Jónsson sá um
byggingu þeirrar steyptu brúar. er stendur þar enn lítt notuð síðan
veglínu var breytt þar.
Vegur út á Vestdalseyri er fyrst lagður einhverntíma á síðari hluta
19. aldar, fær var hann hestvögnum, en endurbæta þurfti þann veg
þegar bílar komu til sögunnar.