Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1987, Blaðsíða 67
MULAÞING
65
aðar við ferðalög og flutninga á hestum, en brautarstúfar um votlendi
færir hestvögnum (kerrum). Á árunum 1903 til 1905 voru bvggðar brýr
ur timbri á Laxá hjá Fossvöllum, Böðvarsdalsá og Gljúfursá í Vopna-
firði. Á Gljúfursá var áður brú er Vopnafjarðarhreppur hafði látið
bvggja um 1894 en afhent hana sýslunni árið 1900. Timburbrú sú er
sett var á Kaldá í Hlíð 1898 - 1899 sligaðist undan snjóþunga 1902.
Gekk seint og illa að fá fé til endurbyggingar brúarinnar. Þó hafðist
það eftir 10 ár. Var brúin bvggð 1913 úr steinsteypu, kostuð að miklu
leyti af landssjóði. Þessari umræddu fjárveitingu var að öðru leyti varið
til þess að lagfæra götur og troðninga, sérstaklega þar sem verst var
umferðar. allt norður á Brekknaheiði.
Allt þar til 1924 voru allir vegir í Vopnafjarðar- og Skeggjastaða-
hreppum sýsluvegir, þeir voru upphaflega tengdir þeim fjallvegum senr
til bvggðarinnar lágu. Samkvæmt skrá um sýsluvegi frá 1912 voru þeir
þessir:
í Vopnafjarðarhreppi:
1. Vegur tengdur fjallvegi um Hellisheiði við Dalsárbrú hjá Eyvindar-
stöðum yfir Eyvindarstaðaháls, um Vindfell á Gljúfursárbrú, fyrir
neðan Krossavík, inn fyrir ofan Grenisöxl, yfir Syðrivíkurkíl á
Flóðvaði. vfir Hofsá á Skjaldþingsstaðaferjustað (lögferja). norður
Lynghólma og út Lónabjörg á Kolbeinstanga, út í Vopnafjarðar-
kauptún. Þaðan norður yfir Tanga, norður með Búðaröxl inn með
Hraunum að norðan. fvrir neðan Norður-Skálanes, ofan Skálanes-
klifs, norður innan við Lón, út fyrir neðan Skóga og Fremri-Nýp,
um Ytri-Nýp, norður Nýpsmóa og yfir Selá á Hvammsgerðisvaði.
Á Selá var lögferja hjá Hvammsgerði, flutt að Hámundarstöðum
1898 og þar starfrækt einhver ár. Frá Hvammsgerði lá leiðin upp á
Sandvíkurheiði að mörkum hreppa við Miðheiðarvatn.
2. Vegur tengdur fjallvegi um Smjörvatnsheiði. Úr Kisulág í Tungu-
sporði, út fyrir ofan Hrappsstaði, yfir Hofsá á Fellsvaði, út Hrapps-
eyrar að norðan, í Prestagil framan og neðan við Ásbrandsstaði,
fvrir neðan Vatnsdalsgerði og á áðurgreindan sýsluveg á Lónabjörg-
um fyrir ofan Sandvík.
3. Vegur tengdur fjallvegi um Tunguheiði. Frá Tungnaá innan við
Einarsstaði um Einarsstaði vfir Hofsá í Bustarfell út fvrir neðan
Hof og Fell á áðurgreindan sýsluveg, þar sem hann liggur upp úr
Prestagili fyrir framan og neðan Ásbrandsstaði.
4. Vegur tengdur Dimmafjallgaröi. Frá Vegamelofan við Fremri-Hlíð,
niður með Blöndu, yfir Vesturdalsá, út Búastaðamóa, ofan við
5